Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 49

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 49
49 N Ý S M Í Ð I E R L E N T Guðrúnu Gísladóttur. Plötu- frystitæki eru af gerðinni Platematic frá York Samifi. Siglinga- og fiskileitartæki Flest siglinga- og fiskileitartæki eru af gerðinni Furuno og koma frá Brimrúnu ehf.: Furuno litasónar CSH-24F, Furuno litasónar CSH 84F, Furu- no Dopler log CI-60G, Furuno sjávarhitamælir T-2000, Furuno netmælir CN-24, Furuno radar ARPA FAR-2815, X-band með innbyggðu RP-25, Furuno radar ARPA FAR-2835, S-band með innbyggðu RP-25, Furuno AD gíróbreytir 100, Furuno GPS Navigator GP-30, Furuno GPS litaplotter GP-1650, Furuno DGPS móttakari GR-80, Scan- mar trollauga aflanemi frá Ísmar hf., Simrad trollsónar, Sim- rad/Robertsson gýrókompás RGC11, Simrad/Robertson sjálf- stýring AP9 MK 3 frá Friðrik A. Jónssyni ehf., Simrad/Robertson digital gyro, sömuleiðis frá Frið- rik A. Jónssyni ehf., MacSea stjórntölva frá Radiomiðun, HP 21 tommu skjáir, John Liiey & Gillie seguláttaviti og Kos- hin/Denki/Koyo vindstefnu- og hraðamælir. Fjarskiptabúnaður Furuno GMDSS fjarskiptaborð, Furuno Standard-C tæki Felcom 12, Furuno NBDP stöð DP-6 IB- 581, Furuno VHF talstöð FM- 8500, Furuno VHF handtalstöðv- ar VHF-9110, Furuno DSC-6 stjórnstöð fyrir stafrænt valkall, Furuno AA-50,6 rása vaktari fyrir stafrænt valkall, Furuno PR-300 spennugjafi, Furuno PR-850 spennugjafi, Furuno Felcom 12, Immarsat-C gervitunglafjar- skiptabúnaður, Furuno veður- kortamóttakari og faxtæki FAX- 210, Furuno Navtex móttöku- tæki NX-500, Furuno VHF stöð FM 2520, Furuno PP-prentari fyrir gervitunglatelex, McMurdo ratsjársvarar RT-9, McMurdo E3 EPIRB neyðarbauja, HP/Epson PC-tölva og prentari, Thrane & Thrane gervihnattasími MINI-M, Yaesu breiðbandsmóttakari FRG- 100 í brú og borðsal, Steenhans þráðlausir símar, Steenhans kall- kerfi fyrir togdekk PFK-5S, Peltor/Philips Peltor útvarps- kerfi, Philips sjónvarp 32ja tommu, Philips sjónvarp/mynd- bandstæki 14/16 tommu, Philips myndbandstæki, Philips hljóm- flutningstæki með geislaspilurum FW 350C, Alcatel kall- og sím- kerfi BRIM-35, gervihnattasjón- varp, Ultrac sjónvarpskerfi, NMT símar frá Brimrúnu, Surround kerfi í borðstofu frá Bose - Lifestyle 8, hljóðkerfi í brú frá Bose - Lifestyle 5 frá Heimilis- tækjum. Björgunarbúnaður Sex björgunarbátar af gerðinni Viking eru um borð í Guðrúnu Gísladóttur - þar á meðal bátur fyrir sex manns með 60 ha vél. Tveir björgunarflekar eru um borð og 25 björgunar-/flotbún- ingar frá Viking. Sigmund sleppi- búnaður fyrir björgunarbáta er frá Vélsmiðjunni Þór í Vestmanna- eyjum og tvö björgunarnet frá Markúsi. Þá eru um borð 25 björgunarvesti frá Baltic. Spurning um fiskverð Í Noregi rennur miklu stærri hluti af kílóverði fisks en mjólkur- afurða og kjöts til smásöluverslana. Fiskaren greinir frá könnun sem neyslurannsóknarstofnun ríkisins, Sifo, gerði nýlega á dreif- ingu fisks til neytenda innanlands. Búðirnar fá 30% af verði ferskra þorskflaka og næstum því jafnmikið af verði ufsaflaka. Til samanburðar fá búðirnar aðeins 12,5% af verði mjólkurafurða og tæplega 20% af kjötverði. Könnunin sýnir að skiptingin milli sjómanna, milliliða og búða á verði fersks hvítfisks hefur nálega verið eins hin síðari árin en álagning og búðarverð hefur aftur á móti hækkað. Í könnuninni kom í ljós að verð á ferskum fiski er lægra í Norður-Noregi en í Bergen og Osló. Verð hefur ennfremur hækk- að minna norðurfrá síðustu tíu árin. Sifo undrast hversu dýr fisk- ur er í Bergen. Hugsanleg ástæða verðmismunarins er að milliliðir eru færri norðurfrá, aðeins þrír. Í Osló eru hins vegar fjórir til fimm milli- liðir sem allir heimta sitt af kökunni. Í Bergen eru þrír til fjórir milliliðir en verðið er ekki langt frá verðinu í höfuðstaðnum. Gervihnatta- eftirlit Norska fiskveiðeftirlitið hefur tröllatrú á því að staðsetning fiski- skipa um gervihnött muni vega þungt til að sanna meint brot á fiskveiðireglum. Aksel Eikemo hjá fiskveiðieftirlitinu telur þó að enn sem komið er muni ekki verða dæmt eftir gervihnattastaðsetningu eingöngu, en þess sé ekki langt að bíða. Fiskaren greinir frá því að þegar sé fyrir hendi tæknibúnaður sem gerir mögulegt að fylgjast svo grannt með fiskiskipum að það sjáist hvort þau eru með veiðarfæri úti, séu að nota spil; í stuttu máli sagt, hvort þau eru að veiðum eður ei. Þjóðir sem veiða í Norðurhöfum hafa komið sér saman um gervihnattaeftirlit að því marki að hægt sé að staðsetja skipin. Þess vegna verður líka að leggja fram við dóm vegna meints brots önnur sönnunargögn, svo sem veiðidagbók og staðsetn- ingu strandgæslu. Eikemo segir að staðsetning um gervihnött sé svo nákvæm að fiskveiðieftirlitið hafi ekki hikað við að nota þannig fengnar upplýsingar sem grundvöll kæru. Ef fiskiskip fer inn á svæði þar sem það má ekki veiða er tilkynning strax send strandgæslunni sem ákveður hvort ástæða sé til að ganga úr skugga um hvað skipið sé að gera á svæðinu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.