Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2001, Qupperneq 28

Ægir - 01.09.2001, Qupperneq 28
28 V E S T M A N N A E Y J A R þegar menn keyra ókunnan veg, fara ökumennirnir ekki hægar? Ég tala nú ekki um ef bæði er þoka og myrkur á leiðinni!“ „Dýr myndi Hafliði allur“ Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í október var sam- þykkt ályktun um sjávarútvegsmál þar sem fram kemur að flokkurinn vill áfram byggja á aflamarks- kerfinu, en tekið verði upp ,,hóflegt veiðileyfagjald“. Ályktunin var mjög í takt við niðurstöðu meirihluta endurskoðunarnefndarinnar svokölluðu. Sigurgeir Brynjar segist ekki sjá að slík stefna sé einhver töfra- lausn. „Þessa fjármuni verður að taka út úr rekstri fyrirtækjanna, þeir eru ekki annars staðar. Pening- arnir verða ekki sóttir annað en í reksturinn og þar eru launin stærsti liðurinn. Á sama tíma og okkur yrði gert að taka peninga út úr rekstrinum til þess að greiða í veiðileyfagjald er okkur ætlað að lækka skuldir fyrirtækjanna. Þeir sem tala um að fyrna kvótann, og þar með tekjurnar, eru á sama tíma ekki að tala um að fyrna skuldirnar. Slíkt er ekki til í þeirra orðabókum. Ég held satt best að segja að þeg- ar á allt er litið snúist afstaða landsfundar Sjálfstæðis- flokksins um að ná sátt við Styrmi Gunnarsson, rit- stjóra Moggans. Þaðan kemur eini tónninn um að þessar tillögur séu grundvöllur sátta, en með því að færa smábátaútgerðinni meiri hlutdeild. ,,Ef það kostar rúman einn milljarð króna að friða einn mann, þá segi ég: ,,Dýr myndi Hafliði allur“. Ég fæ ekki séð að veiðileyfagjald verði til þess að skapa frið um sjáv- arútveginn. Það verður áfram deilt. Markús Möller, sem gekk úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfar landsfund- arins, ekki var hann sáttur. Halda menn að fólkið á landsbyggðinni verði sátt með auknar álögur á fyrir- tækin sem það starfar hjá? Halda menn að smábáta- útgerðin verði sáttari þegar hún þarf líka að greiða Vertíðarspennan gagntekur Eyjamenn Vertíðarstemmning er sjálfsagður og nauðsynlegur hluti af tilveru Vestmanna- eyinga. Þegar til dæmis loðnuvertíð hefst magnast spenna í bænum. Fólk for- vitnast um hvernig Eyjabátum gangi á miðunum og klæjar í að taka þátt í hasarnum þegar aflinn berst á land. Svona hefur þetta verið og svona verður þetta - vonandi! Í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Eyjum eru að jafnaði 55- 60 stöðugildi árið um kring en þegar mikið liggur við fjölgar starfsmönnum margfalt tímabundið. Vinnslustöðvarmenn segja að í mestu aflahrotunum fari Þór Vilhjálmsson, starfsmaður félagsins og formaður Íþróttabandalags Vest- mannaeyja, á stúfana og hói saman öllum tiltækum skólanemum og íþrótta- mönnum til að bjarga verðmætum sjávarins. Sumir kennarar kunna honum víst takmarkaðar þakkir fyrir að tæma bekkina þeirra en slíkt útkall á örlagastundu í fiskvinnslunni er bara talinn eðlilegur þáttur í uppeldi og uppfræðslu ung- dómsins í Eyjum. Jafnan er mest um að vera í sölum Vinnslustöðvarinnar í mars, apríl og maí þegar saman fara loðnuvertíð og netavertíð. Þegar neta- veiðitíminn er að renna sitt skeið á enda tekur við humar- og karfavinnsla og í október má gera ráð fyrir að síldarvertíðin hefjist og standi fram á vetur. Þannig gengur vertíðarárið fyrir sig í stórum dráttum hjá Vinnslustöðvarmönnum. Erindrekar Ægis heimsóttu fyrir- tækið um miðjan október og fengu skínandi góða leiðsögn Stefáns Friðrikssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra, Þorsteins Magnússonar, framleiðslustjóra og Þórs Vilhjálmssonar. Verið var að vinna fisk í salt en annars var áberandi að starfsmenn voru hér og þar að dytta að tækjum og búnaði til undirbúnings verðtíðarhasarnum í vetur. Saltfiskvinnslan er þungamiðja í rekstri VSV. Þorskafurðirnar fara nánast allar til Portúgals, þar á meðal ,aukaafurðirnar sem mikið er lagt upp úr að nýta til að skapa enn meiri verðmæti úr aflanum: gellur, ,,lundir“ (fiskur við hrygg) og ,,fés“ (hausar). Saltaður ufsi fer til Frakklands og Kanada. Vestra er fiskurinn þurrkaður og seldur áfram til eyjanna í Karabíska hafinu. Karfavinnsla er umtalsverður hluti af starfsemi Vinnslustöðvarinnar. Flest fyrirtæki hafa flutt vinnslu karfans út á sjó en VSV er í hópi þeirra sem enn vinna karfa í landi. Fiskinum fylgt eftir í gin vélanna.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.