Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Síða 30

Ægir - 01.03.2004, Síða 30
30 S K I PA S K O Ð U N Á vefsíðu Skipaskoðunar kemur fram að tilgangur fyrirtækisins sé að „koma til móts við og uppfylla þarfir viðskiptavina og vera leið- andi í að koma skipaskoðunar- þjónustu á Íslandi til nútímans. Markmið fyrirtækisins er að upp- fylla þarfir viðskiptavina á fram- úrskarandi hátt og veita þeim þjónustustig sem þeir hafa ekki átt að venjast hingað til. Auk þess er stefnt að samkeppnishæfri verðlagningu og ávallt verður leitað leiða til að gera hana sem hagstæðasta viðskiptavinum.“ Skoðunarmenn Skipaskoðunar ehf. búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði. Stefán Guðsteinsson, skipatæknifræðingur, er fram- kvæmdastjóri og skoðunarstjóri er Kristján Þórðarson, fyrrverandi skipaskoðunarmaður Siglinga- stofnunar, sem einnig hefur starf- að hjá Siglingastofnun sem raf- magnstæknifræðingur. Aðrir starfsmenn eru Guðgeir Svavars- son frá Akranesi, sem er meistari í skipasmíði og hefur jafnframt trefjaplastréttindi, Guðjón Arn- grímsson sér um búnaðarskoðun og radioskoðun, Bergur Bergsson annast véla- og radioskoðun og Hallgrímur Guðsteinsson sér um vélaskoðun. Skipaskoðun ehf. er til húsa að Skútahrauni 2 í Hafn- arfirði. Stefán segir að sér hafi ekki komið á óvart að smábátafélög hafi ákveðið að bjóða sameigin- lega út skipaskoðun. Hann telur að útkoma úr þessum útboðum muni skerpa línurnar í skipaskoð- uninni, ekki sé við því að búast að þessi markaður sé nægilega stór fyrir fjögur skoðunarfyrir- tæki. Stefán segir að um sé að ræða skoðun á skipum og bátum upp að 400 brúttótonnum, sem samtals eru um 2.200 talsins. Skipaskoðun mun í framtíðinni annast skoðanir á hreinlæti og búnaði í fiskiskipum. Verða þess- ar skoðanir gerðar af skipaskoð- unarmönnum um leið og aðrar skoðanir fara fram. „Ég er ágætlega bjartsýnn á þetta, enda höfum við fengið ágætis undirtektir,“ segir Stefán. „Erum með eigið gæðaskoðunarkerfi“ segir Stefán Guðsteinsson, framkvæmdastjóri Skipaskoðunar ehf. „Við erum að fara inn í flóknara umhverfi en áður varðandi skoðun báta. Við leggjum áherslu á að gera gæðaúttekt á okkar eigin skoðunarmönnum til þess að unnt sé að tryggja að þjónustan sé alltaf sem allra best. Við erum því að koma upp okkar eigin gæða- stjórunarkerfi og koma á fót gæðahandbók sem unnið verður eftir,“ segir Stefán Guðsteins- son, framkvæmdastjóri Skipaskoðunar ehf.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.