Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2004, Page 34

Ægir - 01.03.2004, Page 34
34 F R É T T I R Venju samkvæmt sótti fjölmenni Skrúfudag Vélskóla Íslands og kynningadag Stýrimannaskólans í Reykjavík sem haldinn var á dögunum. Líðandi vetur er hinn fyrsti sem skólarnir í hinu virðulega húsi við Háteigsveg eru reknir af Menntafélaginu ehf. og gat fólk kynnt sér hvernig hinir nýju aðilar standa að rekstr- inum. En einnig ýmsa möguleika sem bjóðast í námi vélfræð- inga og skipstjórnarmanna. Gestir kynntu sér meðal annars hvernig siglinga- og vélherm- ar sem skólinn hefur til notkunar starfa og í kennslustofum kynntu nemendur námsefni sitt og lærdóm í því að standa vakt- ina til sjós. Þá voru ýmis félagasamtök og fyrirtæki sem starfa í tengslum við við sjávarútveginn með kynningu á starfsemi sinni og þjónustu. Texti og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Fjölmenni á Skrúfudegi Í turninum - Vítt og breitt sér yfir úr turni Sjómannaskólans og margir virtu útsýnið þaðan fyrir sér. Guðmundur Hallvarðsson al- þingismaður með barnabörnunum Karen og Guðmundi Ágústi Kristjánsbörnum. Strákar í stýrimannadeild - Sægarpar sem stefna á annað stigið í Sjómannaskólan- um. Eyjólfur Bjarnason frá Húsavík, Guðmundur Ingi Guðmundsson úr Vestmannaeyj- um og Sigurður Grétar Guðmundsson frá Akureyri lengst til hægri. Bókasafnið - Helga Nikulásdóttir bókavörður kynnir safnkostinn fyrir Páli Páls- syni veitustjóra á Sauðárkróki, Páli Ragnari syni hans og Ágúst Kárasyni. Gullmolar - Helga Nikulásdóttir með einn gull- molann sem til er á bókasafninu; sjómannaalm- anak frá 1914. Á heimavistinni - Árni Bjarnason formaður FFSÍ skoðaði gamla herbergið sitt á heimvistinni, en það er nú orðið að skrifstofu bókavarðar. Hann sýndi herbergið Steinunni Sigurðardóttur, eigin- konu sinni. Þrír vélfræðingar - Allir úr sömu fjölskyldu og eru vélfræðingar. Frá vinstri; Freysteinn Þórðar- son, dóttursonurinn Brynjar Þór Pétursson og loks tengdasonurinn Pétur Unnsteinsson, faðir Brynjars. Vörukynning - Meðal fyrirtækja sem kynntu starfsemi sína og framleiðslu á Skrúfudeginum var Barkasuða Guðmundar í Kópavogi. Fulltrúar þess voru þeir Rúnar Jakobsson, til vinstri, og Birgir Guðmundsson. Setið yfir sjókortinum - Andri Leifsson er áhugasamur sjómannaskóla- nemi. Situr hér við sjókort og siglingatæki.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.