Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2005, Page 14

Ægir - 01.06.2005, Page 14
14 S I G L I N G A N Á M Námið í Siglingaskólanum skiptist annars vegar í bóklegan hluta og hins vegar þann verk- lega. Á veturna sitja nemendur á skólabekk og glugga í fræðin, en yfir sumarmánuðina einbeitir Benedikt sér að hinni verklegu kennslu, en hann hefur yfir að ráða skútu sem sérstaklega er hönnuð fyrir kennslu. Í vetur voru fimmtíu og fimm nemendur í Siglingaskólanum, sem er ekki ósvipaður fjöldi og undanfarin ár. Flestir eru nem- endur af höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi, en einnig eru nemendur í skólanum annars staðar að af landinu. „Þeir sem sækja þessi námskeið eru annars vegar fólk sem hefur yfir að ráða skemmtibátum eða skút- um og einnig er alltaf eitthvað um að fólk sé að verða sér úti um þrjátíu tonna réttindin, þ.e. rétt- indi til að stjórna bátum allt að 30 rúmlestum að stærð. Mér sýnist aðsóknin að þessum námskeiðum vera nokkuð svipuð frá ári til árs. Ég man einu sinni eftir 70 manns á námskeiðum hjá Markvisst nám fyrir skútu- og smábátaeigendur - á vegum Siglingaskólans í Reykjavík Benedikt H. Alfonsson hefur rekið Siglingaskólann í Reykjavík í rösk tuttugu ár, en þar leiðir hann skútuáhugafólk og smábátaeigendur í all- an sannleika um reglur sem fólk þarf að kunna skil á til þess að sigla um heimsins höf. Þar kemur siglingafræðin við sögu, skyndihjálp og margt annað sem allt siglingafólk þarf að kunna. Til viðbótar við nám- skeið á vegum Sigl- ingaskólans taka nem- endur námskeið í björgunar- og öryggis- málum í Slysavarna- skóla sjómanna. Benedikt H. Alfonsson, skólastjóri og eigandi Siglingaskólans í Reykjavík. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 14

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.