Ægir - 01.06.2005, Page 23
Innri markaður í Kína í örum vexti
Mörg af þekktari fyrirtækjum á Vesturlöndum hafa
hafið starfsemi í Kína og má þar meðal annars nefna
þekktar matvöruverslunarkeðjur, tölvuframleiðendur
og bílaverksmiðjur. „Því hefur verið spáð að innan
fárra ára fari efnahagskerfið í Kína framúr hinu
bandaríska. Það segir töluverða sögu um það sem er
að gerast þarna. Jafnframt er gríðarlegur vöxtur á
innri markaði í Kína. Sá hópur fólks sem einungis
sættir sig við góð lífsgæði og vandaðar vörur fer ört
stækkandi. Það vakti eftirtekt hve ungt fólk var stór
hluti íbúa í borgunum. Það er greinilegt að drifkraft-
urinn kemur aðallega frá ungu menntuðu fólki. Það
hefur því að hluta orðið hlutskipti hinna eldri að búa
áfram í sveitunum og vinna við landbúnað. Erlendir
fjárfestar koma mikið við sögu í þessari uppbygg-
ingu. Kínversk stjórnvöld hafa gert sérstakt átak í
því að laða erlenda fjárfesta til Kína. Skattar á erlend
fyrirtæki eru 24% en geta farið allt niður í 10% með
ýmsum ívilnunum. Það er ljóst að engir skammtíma-
hagsmunir liggja í þeirri ákvörðun Kínverja að opna
land sitt fyrir erlendum fjárfestingum því erlendum
fjárfestum býðst að leigja land undir starfsemi sína
til 50-70 ára.“
Mikil hefð fyrir fiskneyslu
„Stór markaður er fyrir sjávarfang í Kína. Meðal
ársneysla er 25,5 kg á mann, en þjóðarneyslan er yfir
33,3 milljónir tonna. Til samanburðar er meðalneysl-
an á íbúa í USA 21,3 kg á ári eða samtals 6,2 millj-
ónir tonna. Það sem mér fannst athyglisverðast er
hve mikil áhersla er lögð á ferskleika. Bæði í stór-
mörkuðum og eins veitingahúsum er lögð rík áhersla
á að selja fiskinn lifandi. Í Kína er rík hefð fyrir því
að hafa lifandi fisk í kerum í verslunum og síðan vel-
ur fólk þann fisk sem það vill kaupa. Í stórmörkuð-
unum tóku húsmæðurnar háfinn og völdu sér fisk í
matinn. Afgreiðslufólk sá svo um að slátra fiskinum.
Þessum aðferðum var einnig beitt við annað sjávar-
fang s.s. krabba, froska og skjalbökur. Verðmunur á
dauðum fiski og lifandi gat líka verið allt að 10 til
20 faldur. Það var sérstaklega athyglisvert að sjá
hvernig evrópskar stórmarkaðskeðjur eins og t.d.
Carrefour hafa farið að því að aðlaga sig kínverskri
neytendahegðun.“
Mikill uppgangur í fiskvinnslu
Óttar Már skoðaði þrjár fiskverksmiðjur í ferð
sinni til Kína - allar eru þær í nágrenni Qingdao.
„Það hefur orðið mikil uppbygging í fiskvinnslu og
algengt er að kínversk fiskiðnaðarfyrirtæki vinni hrá-
efni í verktöku fyrir erlenda markaði. Er þá um að
ræða tvífrystar afurðir, þ.e. frosið hráefni sem er þítt
upp, unnið og fryst aftur. Er gjarnan um að ræða
ódýrari vöru sem ber lítinn vinnslukostnað, en
einnig skoðuðum við fiskvinnslu sem vann úr mjög
dýru hráefni s.s. bláugga túnfiski. Það var einstak-
lega vel að þeirri vinnslu staðið. Afurðirnar voru al-
veg einsleitar og með röntgengeislum var tryggt að
varan væri 100% laus við beinflísar. Kínverjar hafa
mikinn hug á að auka vinnslu á utanaðkomandi hrá-
efni til útflutnings. Það var greinilegt að samkeppn-
23
„Það má segja sem svo að nú er Kína að vakna til lífsins á ný, á því leikur enginn vafi. Sú uppbygging sem nú er hafin í Kína verður ekki stöðvuð,“ segir Ótt-
ar Már Ingvason, sem hér er í forgrunni. Leiðtoginn Mao Tse Tung er á sínum stað.
aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 23