Ægir - 01.06.2005, Page 36
36
N Ý S K Ö P U N A RT O G A R A R N I R
Upplýsingar um þennan hluta í
útgerðarsögu landsmanna hafa
verið af fremur skornum
skammti, eða öllu heldur hefur
lítið verið gert til að safna þeim
saman, en tveir áhugamenn á
Húsavík, þeir Kjartan Traustason
og Hafliði Óskarsson, hafa leitast
við að ráða bót á því og hafa safn-
að saman myndum af öllum tog-
urunum og ýmsum fróðleiksmol-
um um útgerð þeirra. Við saman-
tekt þessarar greinar hefur Ægir
fengið ýmsa ómetanlega fróð-
leiksmola sem Hafliði Óskarsson
hefur látið blaðinu í té. Ljós-
myndirnar hefur blaðið fengið frá
þeim félögum Kjartani og Haf-
liða. Þeim eru hér færðar sérstak-
ar þakkir fyrir aðstoðina og greið-
viknina.
Á tímum Nýsköpunarstjórnar-
innar og Stefaníu
Nýsköpunarstjórnin, sem svo er
kölluð, ríkisstjórn undir forsæti
Ólafs Thors, sat að völdum frá
21. október 1944 til 4. febrúar
1947. Þessi ríkisstjórn samdi við
Breta um smíði þrjátíu og
tveggja togara, 30 gufukyntra og
2 olíukyntra, sem voru síðan jafn-
an kallaðir „nýsköpunartogarar“.
Þann 4. febrúar 1947 tók við
ríkisstjórn undir forsæti Stefáns
Jóhanns Stefánssonar og var jafn-
an kölluð „Stefanía“. Þessi ríkis-
stjórn bætti um betur og samdi
um smíði tíu togara til viðbótar
þeim 32, sem þegar hafði verið
samið um smíði á, 8 gufukyntra
og 2 olíukyntra, þeir togarar voru
almennt kallaðir „Stefaníuskip“. Í
það heila voru þó allir togararnir
42 almennt kallaðir nýsköpunar-
togarar. Auk togaranna 42 sem
ríkissjóður Íslands samdi um
smíði á, var smíðað eitt skip til
viðbótar í Englandi, fyrir Guð-
mund Jörundsson, útgerðarmann,
án afskipta stjórnvalda. Það skip
var smíðað í Lowestoft og hlaut
nafnið Jörundur EA og kom til
landsins árið 1949 (sökk löngu
síðar). Aukinheldur voru keyptir
þrír svokallaðir „sáputogarar“,
notuð skip, frá Englandi. Tveir
þessara togara fóru til Patreks-
fjarðar og fengu nöfnin Gylfi og
Vörður. Vörður fórst síðar og
Gylfi var seldur úr landi fljótlega.
Patreksfirðingar fengu síðar tvö
„Stefaníuskip“ á árunum 1951-
1952. Þriðja skipið fór til
Reykjavíkur og hlaut nafnið Kári,
en var seldur eftir u.þ.b. þrjú ár.
Alls komu því 46 togarar til
landsins á svokölluðum nýsköp-
unarárum.
Smíðaðir í Englandi
og Skotlandi
Þeir 32 togarar sem samið var um
í tíð nýsköpunarstjórnarinnar
voru annars vegar smíðaðir í
þremur skipasmíðastöðvum við
Humberfljót í Englandi - tvö
díselskip í Goole Shipbuilding &
Co, tíu gufuskip í Cook Welton
og Gemmel í Beverley og átta
gufuskip Cochrane & Sons Ltd. í
Selby - og hins vegar í tveimur
stöðvum í Aberdeen í Skotlandi -
fimm gufuskip John Lewis &
Sons og sjö gufuskip í Alexander
Hall.
Af tíu Stefaníuskipum voru tvö
díselskip smíðuð í Goole Ship-
building & Co í Englandi, sjö
gufuskip í John Lewis & Sons í
Aberdeen í Skotlandi og eitt
gufuskip í Alexander Hall í Aber-
deen.
Nýsköpunartogararnir komu til
landsins sem hér segir:
Árið 1947 - átján skip: B/v Ak-
urey RE-95 (Rvík), B/v Askur
RE-33 (Rvík), B/v Egill Skalla-
grímsson RE-165 (Rvík), B/v
Geir RE-241 (Rvík), B/v Helga-
fell RE-280 (Rvík), B/v Hvalfell
RE-282 (Rvík), B/v Ingólfur
Arnarson RE-201 (Rvík), B/v
Bjarni Ólafsson AK-67 (Akra-
nes), B/v Elliði SI-1 (Siglufj), B/v
Kaldbakur EA-1 (Akureyri), B/v
Ísólfur NS-14 (Seyðisfj), B/v Egill
Rauði NK-104 (Neskaupst), B/v
Goðanes NK-105 (Neskaupst)
B/v Elliðaey VE-10 (Vestmeyjar),
B/v Bjarni Riddari GK-1 (Hafn-
arfj), B/v Júlí GK-21 (Hafnarfj),
B/v Neptúnus GK-361 (Hafnarfj)
og B/v Surprise GK-4 (Hafnarfj).
Árið 1948 - tíu skip: B/v Fylk-
ir RE-161 (Rvík), B/v Jón Forseti
RE-108 (Rvík), B/v Karlsefni
RE-24 (Rvík), B/v Marz RE-261
(Rvík), B/v Skúli Magnússon RE-
202 (Rvík), B/v Ísborg ÍS-250
(Ísafj), B/v Bjarnarey VE-11
(Vestmeyjar), B/v Keflvíkingur
GK-197 (Keflavík), B/v Garðar
Þorsteinsson GK-3 (Hafnarfj) og
B/v Röðull GK-518 (Hafnarfj).
Árið 1949 - fjögur skip: B/v
Merkileg saga ný-
sköpunartogaranna
Á fimmta áratug síðustu aldar, í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, var
ákveðið að verja stórum hluta þeirra stríðsfjármuna sem Íslendingum
áskotnaðist til kaupa á togurum sem gætu stuðlað að uppbyggingu öfl-
ugs atvinnulífs í sjávarplássum um land allt. Fest voru kaup á fjölda
togara í Bretlandi, sem almennt eru kenndir við nýsköpun og bera því
nafnið „nýsköpunartogararnir“. Togararnir komu til landsins á árunum
1947-1952 og áttu eftir að skipta sköpum í atvinnuuppbyggingu víða
um land.
aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 36