Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2005, Side 38

Ægir - 01.06.2005, Side 38
38 N Ý S K Ö P U N A RT O G A R A R N I R vera það sem kallað er „joggluð“ - en þar er átt við samsetningu á plötum í skrokk skipanna. Nýsköpunartogararnir fengu margir ný nöfn í fyllingu tímans. Fjórar eftirfarandi nafnabreyting- ar urðu innan sömu hafnar: B/v Bjarnarey VE varð Vilborg Herj- ólfsdóttir VE, B/v Ingólfur Arn- arson RE varð Hjörleifur RE, B/v Ísólfur NS varð Brimnes NS og B/v Jón Þorláksson RE varð Bylgja RE. Níu nafnabreytingar urðu vegna flutnings milli hafna: Vil- borg H varð Norðlendingur, Norðlendingur varð Hrímbakur, Elliðaey varð Ágúst, Austfirðing- ur varð Haukur, Keflvíkingur varð Vöttur, Vöttur varð Apríl, Helgafell varð Sléttbakur, Gylfi varð Haukanes, Garðar Þorsteins- son varð Hafliði og Egill Skalla- grímsson varð Hamranes (síðast- nefnda nafnabreytingin átti sér stað skömmu eftir sölu skipsins). Samtals skiptu því ellefu nýsköp- unartogarar um nafn í fjórtán skipti, Úr landi eftir dygga þjónustu Eftir að hafa þjónað vel hér á landi árum saman hurfu togararn- ir úr landi, einn af öðrum. Ásig- komulagið var mismunandi gott, enda höfðu margir legið við bryggju í nokkur ár og litu því allt annað en vel út. Sumum togaranna var siglt utan fyrir eig- in vélarafli, einskipa, með annað skip í eftirdragi og eða voru dregnir af dráttarskipum. Í einu tilviki, árið 1969, dró t.d. varð- skipið Óðinn þrjá nýsköpunar- togara í einu til Belgíu til niður- rifs - Ask og systurskipin Geir og Hvalfell. Nýsköpunartogararnir voru seldir til Belgíu og Spánar til nið- urrifs, en einnig fóru þeir til Dan- merkur, Englands, Grikklands, Noregs og Skotlands. Líkast til munu Norðmenn og Grikkir hafa verið hvað ötulastir að nýta skipin eitthvað áfram. Norðmenn nýttu til dæmis B/v Bjarna Ólafsson, B/v Akurey og B/v Ólaf Jóhann- esson. Grikkir notuðu M/s Ísborg eitthvað (skipinu hafði verið breytt í flutningaskip) og í það minnsta eitt til, B/v Ágúst (ex El- liðaey) Einnig var B/v Jón forseti gerður út í ein tvö ár frá Englandi eftir að hann var seldur þangað. En níu af togurunum fjörutíu og tveimur fórust af ýmsum or- sökum. Fjórir þeirra strönduðu - B/v Egill Rauði NK (1955), B/v Jón Baldvinsson RE (1955), B/v Goðanes NK (1957) og B/v Sur- prise GK (1968). Tveir fórust eft- ir að hafa fengið tundurdufl í veiðarfæri, sem síðan sprungu við hlið skipanna eða undir þeim - B/v Fylkir RE (1956) og B/v Hamranes RE (1972), tveir togar- anna fórust í ofsaveðri á veiðislóð - B/v Júlí GK (1959) og B/v B/v Garðar Þorsteinsson GK-3 er hér að koma til heimahafnar í Hafnarfirði, nýsmíðaður, sumarið 1948. Skipinu var gefið nafn Garðars Þorsteinssonar, alþingismanns, er lést árið 1947. Togarinn var gerður út í u.þ.b. þrjú ár frá Hafnarfirði og var að því loknu seldur til Siglufjarðar og fékk þar nafnið Hafliði SI 2. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 38

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.