Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2005, Page 40

Ægir - 01.06.2005, Page 40
40 N Ý S K Ö P U N A RT O G A R A R N I R Skemmtilegar myndir teknar á Kaldbaki Í ljósmyndasafni Kjartans Traustasonar á Húsavík leynast meðfylgjandi myndir sem voru teknar um borð í nýsköpunartog- aranum Kaldbaki EA, sem Útgerðarfélag Akureyringa gerði út um árabil. Reynir Snorrason er sagður hafa tekið þessar myndir, en Trausti Jónsson, faðir Kjartans, sem var skipverji um borð í Kaldbaki á þessum tíma, kom myndunum til Kjart- ans. Öruggt má telja að margar þessara mynda, sem eru stórskemmtilegar heimildir um liðna tíð, hafi aldrei áður birst Á myndinni má sjá togarann Bjarna Ólafsson AK-67 á ytri höfninni í Reykjavík. Bjarni Ólafsson var gerður út frá Akranesi, líklega í ein fjórtán ár, eða frá 1947 til ca. 1961. Eftir það var skipið einnig gert út frá Reykjavík um tveggja ára skeið og þá með einkennisnúmerið RE-401. Sama nafn. Skipið var að lokum selt til Noregs þar sem það var gert út, mikið endurnýjað, allt til ársins 2003 að því var siglt til Indlands til niðurrifs. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 40

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.