Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2005, Qupperneq 42

Ægir - 01.06.2005, Qupperneq 42
42 F I S K V E I Ð A R K R O S S G Á TA N „Ég held að við getum sagt að þetta hafi gengið allt vonum framar,“ segir Vilhjálmur Vil- hjálmsson hjá HB-Granda, þegar hann var spurður um hvernig hið nýja og glæsilega skip, Engey RE-1 reyndist í sínum fyrsta túr undir merkjum HB-Granda. Engey lét úr höfn þann 10. júní sl. og hefur síðan verið á síldveið- um. „Skipið er ekki komið í full afköst, enda eru menn um borð að læra á þennan vinnslubúnað, en engu að síður getum við ekki annað en verið mjög sáttir við þessa byrjun,“ segir Vilhjálmur. Að undanförnu hefur Engey verið að veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum norður á Sval- barðasvæðinu og segir Vilhjálmur aflabrögð hafa verið góð og raunar umfram vinnslugetu skipsins, en þess ber að geta að vinnslan er ekki komin í full afköst. Engey, sem er stærsta skip íslenska flot- ans, tekur um 2.000 tonn af síld- arflökum og sagði Vilhjálmur að um mánaðamótin júní-júlí hafi verið komin um 1.000 tonn í lestina. Engey verður áfram gerð út á norsk-íslensku síldina, en auk hennar hefur HB-Grandi sent Víking AK á síldarmiðin, en hann veiðir síldina til bræðslu. Hið nýja skip HB-Granda - Engey RE-1 - hefur reynst vel í sínum fyrsta túr: Gengið vonum framar Engey RE-1 - hið nýja skip HB-Granda er nú á síldveiðum norður við Svalbarða. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegirjuni2005 1.7.2005 18:05 Page 42

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.