Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2007, Side 50

Ægir - 01.11.2007, Side 50
50 nýta það vel til manneld- isvinnslu,“ segir Ægir Páll. Eins og aðrar útflutnings- greinar hefur sjávarútvegurinn verið í ólgusjó sterkrar krónu. Á móti hefur komið að í er- lendum myntum hefur hátt verð fengist fyrir íslenskar sjávarafurðir og segir Ægir Páll að það hafi hreinlega bjargað útveginum á síðustu árum. „Í kjölfar þess að við keyptum Hraðfrystistöð Þórs- hafnar settum við í gang kúf- fiskvinnsluna á Þórshöfn, sem hafði ekki verið í gangi í 2 ár. Við vorum með þessa vinnslu í gangi frá sl. vori fram í októ- ber. Vegna þess að afurðirn- ar hafa eingöngu verið seldar til Bandaríkjanna, afurðarverð hefur ekki hækkað mikið á undanförnum árum og við- skiptin í dollurum, skilaði þessi vinnsla ekki neinu, en við gerum þó ráð fyrir því að hún fari aftur í gang á nýju ári ef við náum samningum um sölu á kúffiskafurðunum. Ekki má gleyma því að olíu verðshækkunin hefur gert okkur heldur betur lífið leitt. Þetta eru rosalegar hækkanir og fyrir okkar fyrirtæki þýðir þetta nokkur hundruð millj- óna króna kostnaðarauka.“ Nokkur spurningamerki á lofti Ægir Páll segir erfitt að spá fyrir um markaðaðstæður á komandi ári fyrir íslenskar sjávarafurðir, en hins vegar séu blikur á lofti um að sum- ar fiskafurðir séu að verða of dýrar í samanburði við önnur matvæli. „Sá vöxtur sem hefur verið í ferska fiskinum í Evr- ópu held ég að hafi náð há- marki. Hins vegar er eft- irspurnin ennþá jöfn og mikil. En í ljósi þess að svo virðist sem almennt sé að þrengja Í S F É L A G I Ð Janúar Guðmundur VE 29 kom til Eyja eftir tíu mánaða endurbætur í Póllandi þar sem skipið var lengt um 12,5 metra og allur vinnslu- og dælubúnaður endurnýj- aður. Febrúar Ísfélag Vestmannaeyja keypti allt hlutafé í Þórshöfn fjárfestingu ehf. sem átti öll hlutabréf í Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hf. Seljendur hlutafjárins í Þórs- höfn fjárfestingu ehf. voru FSP hf., sem er fjárfestingarfélag í eigu sparisjóð- anna, Fræ ehf., sem er eignarhaldsfélag í eigu Langanesbyggðar, og Þórskaup ehf., sem er í meirihlutaeigu Fisk Sea- food hf. á Sauðárkróki. Ákvörðun tekin um að loka Krossanes- verksmiðjunni við Eyjafjörð í kjölfarið á kaupum Ísfélagsins á Hraðfrystistöð Þórshafnar. Hluti af tækjabúnaði verk- smiðjunnar var nýttur til þess að bæta bræðslur Ísfélagsins í Eyjum og á Þórs- höfn. Húsakynni Krossanesverksmiðj- unnar voru seld til ítalska fyrirtækisins Becromal, sem hyggst koma á fót ál- þynnuverksmiðju í Krossanesi. Heimaey VE 1 kom til Vestmannaeyja úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Ísfélag Vestmannaeyja 1. febrúar, en áður hafði verið tekin ákvörðun um að leggja skipinu eftir að hafa verið gert út frá Eyjum í hartnær þrjátíu ár. Apríl Ísfélagið festi kaup á Þórunni Sveins- dóttur VE af Ós ehf. í Eyjum. Ísfélagið fékk skipið, sem hlaut nafnið Suðurey VE 12, afhent í september. Suðurey eldri fékk nafnið Bjarnarey VE 25. Landvinnslufólk Ísfélagsins brá sér út fyrir landssteinana og hélt árshátíð sína í Tallinn í Eistlandi. Júlí Ísfélagið keypti uppsjávartogskipið M/ V Delta. Skipið, sem var smíðað árið 1987 í Flekkefjord í Noregi, er 65,65 metrar að lengd en 12,60 metra breitt. Skipið, sem fékk nafnið Álsey VE, kom til Eyja 1. september. Samningur um sölu á uppsjávartogskip- inu Álsey VE. Eftir að ný Álsey bættist við í flota Ísfélagsins fékk gamla skipið nafnið Álsey II. Hún var seld úr landi, til verkefna við strendur Afríku. Ágúst Samningur gerður um sölu uppsjáv- arskipsins Antares og var skipið afhent nýjum eigendum í september, en það hefur fengið nýtt hlutverk við veiðar undan ströndum Afríku. Október Lokið við endurbætur á fiskimjölsverk- smiðju Ísfélagsins í Eyjum. Nothæfur búnaður úr Krossanesverksmiðjunni var fluttur til Eyja og hann nýttur til endurbóta á verksmiðjunni þar. Meðal annars var skipt út sjóðara og pressu og gufuþurrkun bætt við. Vonir eru bundnar við að þetta auki afköst verk- smiðjunnar og nýtingu. Einnig voru settir upp nýir mjöltankar – svokallaðir dagtankar. Nóvember Þann 1. nóvember var undirritaður smíðasamningur milli Ísfélags Vest- mannaeyja og skipasmíðastöðvarinnar Asmar í Talcahuano í Chile um smíði á nýju og fullkomu uppsjávarskipi fyrir Ísfélagið sem verður afhent um mitt ár 2010. Skipið er hannað og teiknað af Rolls Royce í Noregi. Ísfélag Vest- mannaeyja hf. mun jafnframt eiga smíðarétt á öðru samskonar skipi hjá Asmar. Bygging nýs frystiklefa fyrir uppsjáv- arafurðir hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar. Klefinn tekur 3.500 tonn af afurðum. Stjórnendur Ísfélagsins og Fjárfestinga- félagið Kristinn ehf. í Vestmannaeyjum undirrituðu samning um kauprétt á öll- um hlutum Stillu og fleiri félaga í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum. Um er að ræða tæplega þriðjungshlut í Vinnslustöðinni. Fyrir 20. desember sl. átti að vera búið að taka endanlega afstöðu til kaupa á um- ræddum hlutabréfum í VSV. Hvað gerðist hjá Ísfélaginu á árinu 2007? Guðbjörg Matthíasdóttir og Hernan Fuentes undirrita samning um smíði nýs skips fyrir Ísfélagið í Asmar skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.