Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.2007, Qupperneq 50

Ægir - 01.11.2007, Qupperneq 50
50 nýta það vel til manneld- isvinnslu,“ segir Ægir Páll. Eins og aðrar útflutnings- greinar hefur sjávarútvegurinn verið í ólgusjó sterkrar krónu. Á móti hefur komið að í er- lendum myntum hefur hátt verð fengist fyrir íslenskar sjávarafurðir og segir Ægir Páll að það hafi hreinlega bjargað útveginum á síðustu árum. „Í kjölfar þess að við keyptum Hraðfrystistöð Þórs- hafnar settum við í gang kúf- fiskvinnsluna á Þórshöfn, sem hafði ekki verið í gangi í 2 ár. Við vorum með þessa vinnslu í gangi frá sl. vori fram í októ- ber. Vegna þess að afurðirn- ar hafa eingöngu verið seldar til Bandaríkjanna, afurðarverð hefur ekki hækkað mikið á undanförnum árum og við- skiptin í dollurum, skilaði þessi vinnsla ekki neinu, en við gerum þó ráð fyrir því að hún fari aftur í gang á nýju ári ef við náum samningum um sölu á kúffiskafurðunum. Ekki má gleyma því að olíu verðshækkunin hefur gert okkur heldur betur lífið leitt. Þetta eru rosalegar hækkanir og fyrir okkar fyrirtæki þýðir þetta nokkur hundruð millj- óna króna kostnaðarauka.“ Nokkur spurningamerki á lofti Ægir Páll segir erfitt að spá fyrir um markaðaðstæður á komandi ári fyrir íslenskar sjávarafurðir, en hins vegar séu blikur á lofti um að sum- ar fiskafurðir séu að verða of dýrar í samanburði við önnur matvæli. „Sá vöxtur sem hefur verið í ferska fiskinum í Evr- ópu held ég að hafi náð há- marki. Hins vegar er eft- irspurnin ennþá jöfn og mikil. En í ljósi þess að svo virðist sem almennt sé að þrengja Í S F É L A G I Ð Janúar Guðmundur VE 29 kom til Eyja eftir tíu mánaða endurbætur í Póllandi þar sem skipið var lengt um 12,5 metra og allur vinnslu- og dælubúnaður endurnýj- aður. Febrúar Ísfélag Vestmannaeyja keypti allt hlutafé í Þórshöfn fjárfestingu ehf. sem átti öll hlutabréf í Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hf. Seljendur hlutafjárins í Þórs- höfn fjárfestingu ehf. voru FSP hf., sem er fjárfestingarfélag í eigu sparisjóð- anna, Fræ ehf., sem er eignarhaldsfélag í eigu Langanesbyggðar, og Þórskaup ehf., sem er í meirihlutaeigu Fisk Sea- food hf. á Sauðárkróki. Ákvörðun tekin um að loka Krossanes- verksmiðjunni við Eyjafjörð í kjölfarið á kaupum Ísfélagsins á Hraðfrystistöð Þórshafnar. Hluti af tækjabúnaði verk- smiðjunnar var nýttur til þess að bæta bræðslur Ísfélagsins í Eyjum og á Þórs- höfn. Húsakynni Krossanesverksmiðj- unnar voru seld til ítalska fyrirtækisins Becromal, sem hyggst koma á fót ál- þynnuverksmiðju í Krossanesi. Heimaey VE 1 kom til Vestmannaeyja úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Ísfélag Vestmannaeyja 1. febrúar, en áður hafði verið tekin ákvörðun um að leggja skipinu eftir að hafa verið gert út frá Eyjum í hartnær þrjátíu ár. Apríl Ísfélagið festi kaup á Þórunni Sveins- dóttur VE af Ós ehf. í Eyjum. Ísfélagið fékk skipið, sem hlaut nafnið Suðurey VE 12, afhent í september. Suðurey eldri fékk nafnið Bjarnarey VE 25. Landvinnslufólk Ísfélagsins brá sér út fyrir landssteinana og hélt árshátíð sína í Tallinn í Eistlandi. Júlí Ísfélagið keypti uppsjávartogskipið M/ V Delta. Skipið, sem var smíðað árið 1987 í Flekkefjord í Noregi, er 65,65 metrar að lengd en 12,60 metra breitt. Skipið, sem fékk nafnið Álsey VE, kom til Eyja 1. september. Samningur um sölu á uppsjávartogskip- inu Álsey VE. Eftir að ný Álsey bættist við í flota Ísfélagsins fékk gamla skipið nafnið Álsey II. Hún var seld úr landi, til verkefna við strendur Afríku. Ágúst Samningur gerður um sölu uppsjáv- arskipsins Antares og var skipið afhent nýjum eigendum í september, en það hefur fengið nýtt hlutverk við veiðar undan ströndum Afríku. Október Lokið við endurbætur á fiskimjölsverk- smiðju Ísfélagsins í Eyjum. Nothæfur búnaður úr Krossanesverksmiðjunni var fluttur til Eyja og hann nýttur til endurbóta á verksmiðjunni þar. Meðal annars var skipt út sjóðara og pressu og gufuþurrkun bætt við. Vonir eru bundnar við að þetta auki afköst verk- smiðjunnar og nýtingu. Einnig voru settir upp nýir mjöltankar – svokallaðir dagtankar. Nóvember Þann 1. nóvember var undirritaður smíðasamningur milli Ísfélags Vest- mannaeyja og skipasmíðastöðvarinnar Asmar í Talcahuano í Chile um smíði á nýju og fullkomu uppsjávarskipi fyrir Ísfélagið sem verður afhent um mitt ár 2010. Skipið er hannað og teiknað af Rolls Royce í Noregi. Ísfélag Vest- mannaeyja hf. mun jafnframt eiga smíðarétt á öðru samskonar skipi hjá Asmar. Bygging nýs frystiklefa fyrir uppsjáv- arafurðir hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar. Klefinn tekur 3.500 tonn af afurðum. Stjórnendur Ísfélagsins og Fjárfestinga- félagið Kristinn ehf. í Vestmannaeyjum undirrituðu samning um kauprétt á öll- um hlutum Stillu og fleiri félaga í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum. Um er að ræða tæplega þriðjungshlut í Vinnslustöðinni. Fyrir 20. desember sl. átti að vera búið að taka endanlega afstöðu til kaupa á um- ræddum hlutabréfum í VSV. Hvað gerðist hjá Ísfélaginu á árinu 2007? Guðbjörg Matthíasdóttir og Hernan Fuentes undirrita samning um smíði nýs skips fyrir Ísfélagið í Asmar skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.