Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 7
TIMARIT
MÁLS OG MENNINGAR
RITSTJÓRI: KRISTINN E. ANDRÉSSON
1940 • JANÚAR-APRÍL • I. HEFTI
1*fÍMARlT MÁLS OG MENNINGAR, sem nú liefnr
I göngu sína, er í rauninni nýtt málgagn með breytt-
um og víðtækari tilgangi en liið etdra með sama
nafni. Kemur það í stað litla tímaritsins og Rauðra
penna í senn og mun flytja sögur, kvæði, ritdóma og
greinar um livers konar menningar- og þjóðfélagsmál.
Tímaritinu er ætlað að koma út þrisvar á ári, alls 15
arkir á stærð.
Um stefnu þessa nýja tímarits er óþarft að eyða
mörgum orðum. Hún verður liin sama og Mál og menn-
ing hefur markað mcð útgáfustarfsemi sinni og útgáfu-
fyrirætlunum á undanförnum árum. Bækur eins og
Vatnajökull, Móðirin, Austanvindar og vestan, Andvök-
ur, Húsakostur og híbýlaprýði, verk Jóhanns Sigur-
jónssonar og Arfur íslendinga tala slajru máli um
menningarviðhorf félagsins, sem gefur þær lit og kem-
ur þeim inn á fjórða hvert lieimili á íslandi. Tíma-
ritið mun leitast við að halda þessari menningarstefnu
félagsins hátt á lofti. Gerðar munu miklar kröfur til
þeirra, sem í það rita, um málfar, stíl og efnisvál, og
ekki síður um heiðarlegan og vandaðan málaflutning.
Ritið er ekki, fremur en bókmenntafélagið sjálft, gert
út af neinum stjórnmálaflokki og hefur ekki neina
flokkspólitíska hagsmuni. Það mun í hvívetna túlka
málstað frjálslyndis og réttlætis, og ekki hlífast við að
skýra frá því, sem sannast er vitað í hverju máli, hvort