Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 10
4 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR allt of lítiö lesin, eru nú komin út á meðal almennings á Is- landi i nær 5500 eintökum. Og þeim fylgir rækilegasta ritgerð, sem enn hefur verið rituð til þess að skýra verk nokkurs ís- lenzks nútiðarskálds. Það má nú geta nærri, að þeir menn, sem láta sér annast um, að íslendingar gefi gaum að löndum vestra og afrekum þeirra i þágu þjóðlegrar menningar, hafi ekki látið á sér standa að vekja athygli á þessari alþýðuútgáfu af kvæðum mesla and- lega stórmennisins, sem fram hefur komið meðal Vestmanna. Eða hvað? Eru þeir ekki heilli i áhuga sinum eu svo, að þeir meti meir óvildina til Máls og menningar en verk Stephans G. Stephanssonar? Sú hefur orðið raunin á. Ekkert blað „lýð- ræðisflokkanna" liefur svo mikið sem nefnt úrvalið úr Andvök- um á nafn, ekki einu sinni sýnt þá sjálfsögðu kurteisi, að geta þess, að bókin hafi verið send þvi til umsagnar af félaginu. Dauðaþögn. Þetta gerir Máli og menningu ekkert til. Bókin var uppseld, áður en hún kom út. Af henni var prentað 1000—1500 eintökum minna en hægt liefði verið að selja undir eins. Þessi vesallegi ótti við Mál og menningu hefur orðið að athlægi manna á meðal. En blöðin hafa ekki getað betur gert. Þau hafa sýnt áþreifanlega, hve mikið af ástarjátningunum til Vestmanna reyn- ist innantómt gaspur, ef heimakryturinn er öðru megin, — og hve litils hinir dýrustu nienningarlegu fjársjóðir eru metnir i samanburði við þann ríg, sem menn ala upp í sér af misskildu flokksfylgi eða persónulegum kala. Flestir þeir menn hér á landi, sem talizt geta dómbærir, munu hafa verið alvarlega vantrúaðir á, að hægt væri að flytja hér á sómasamlegan hátt annað eins stórvirki tónlistarinnar og „Sköpunina“ eftir austurrikska tónskáldið Joseph Haydn. Tón- listarmenning öll er hér á byrjunarskeiði, og það úrval söng- krafta og hljómsveita, sem hér er af að taka, getur þvi ekki verið sambærilegt við það, sem er hjá milljónaþjóðum með margra alda tónlistarhefð. Páll ísólfsson mun hafa verið einn af fáum, sem leit svo á, að ekki væri fráleitt að ráðast i annað eins fyrirtæki. Hann ákvað að koma „Sköpuninni" á svið, og honum tókst það með aðstoð Tónlistarfélagsins hér og frábær- um dugnaði sjálfs sin, með þeim árangri, að hinir dómbæru eru vist allir sammála um, að hlutverkið hafi verið framkvæmt með prýði og betur en ástæður voru til að vona. Auðvitað er ckki þess að dyljast, að slikuú flutningur getur ekki hér á landi, enn sem komið er, staðizt samjöfnuð við það, sem takast má

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.