Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 12
6 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR leikamenn á öðrum sviðum, þar á meðal gamlir stjórnmálarit- stjórar eins og Kristján Albertsson og Ólafur Friðriksson, gerð- ir að athlægi og spotti alþjóðar með því að vera „útnefndir“ tii skálda. ★ Það þótti heldur en ekki sæta tíðindum, er það kvisaðist sið- astliðið vor, að Gunnar Gunnarsson skáld væri að festa kaup á einni stærstu jörð á Austurlandi og ætlaði að flytjast þangað búferlum. Mönnum þótti fregnin ótrúleg, gizknðu á, að um þjóð- sögu væri að ræða, eins konar óskadraum íslenzku þjóðarinnar, einn af þessum fögru en fjarlægu draumum, sem aldrei mundi rætast. En fregnin reyndist sönn. Gunnar er fluttur heim. Þjóðin lítur áreiðanlega á heimkomu Gunnars eins og þátt í óvenjulegu æfiutýri. Fátækur bóndasonur fer ungur að lieiman til fjarlægra landa, heyir liarða og langa baráttu, aflar fjár og frama, verður konungur i ríki bókmenntanna og snýr svo heim aftur til æskustöðvanna heimsfrægur og mikils metinn. Það er alkunnugt, að Gunnar Gunnarsson er talinn meðal fremstu rit- höfunda, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur i Evrópu og þótt víðar sé leitað. Þessi víðfrægi íslendingur er kominn heim eft- ir langa útivist. Nú er það ísleildinga að veita honum þær við- tökur, sem honum og þjóðinni er sæmilegt. Vér getum gert þetta á einn liátt og aðeins á einn hátt, en það er með því að gefa út á íslenzku vandaða heildarútgáfu af ritverkum hans. Nokkrar bækur Gunnars eru að vísu til á voru máli, en sumar þeirra þannig gefnar út, að lítt er við unandi, og margar beztu bækur lians liafa enn ekki verið gefnar út á íslenzku. Heimkoma Gunn- ars gerir íslenzka útgáfu á ritsafni hans brýnni en nokkru sinni fyrr, og er naumast vansalaust að láta það dragast lengi. Þess er að vísu ekki að dyljast, að ritverk Gunnars eru svo mörg og stór, að heildarútgáfa þeirra mundi kosta allmikið fé, en þó ekki svo ýkjamikið í samanburði við allt annað, sem út er gef- ið hér á landi. Og það, sem með þarf, er ekki annað en samtök nægilega margra manna, sem vildu eignast verk Gunnars. En hvernig útgáfunni annars yrði liáttað, fer auðvitað eftir óskum og tillögum rithöfundarins sjálfs. Að lokum viljum vér láta þá ósk i ljós, að Gunnari Gunnars- syni og fjölskyldu hans megi farnast sem bezt hér heima, að hann eigi enn eftir að vinna marga og stóra bókmenntasigra, og liróður hans lialdi áfram að aukast. Á hinn bóginn viljum vér einnig óska þess, að íslenzku þjóðinni auðnist sem fyrst að meta þennan frægasta rithöfund sinn að verðleikum, og hún sýni heimkomu hans allan þann sóma sem verðugt er.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.