Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Síða 13
Jónas Þorbergsson:
Einar Benediktsson skáld.
i.
Þann 12. janúar síðastl. gerðist sá atburður í Herdís-
arvik, að stórskáldið Einar Benediktsson andaðist. Eft-
ir því sem næst varð komizt af samfjdgdarmönnum
hans og þeim, sem höfðu af honum kynni hin siðustu
ár, var lífið honum að mestu liorfið, áður en andlátið
sjálft har að höridum. En fyrrnefndan dag voru líkams-
fjötrarnir með öllu rofnir. Ivvndill þessa óviðjafnan-
lega anda meðal Islendinga, sem svo liátt var brugðið
og um skeið hrann með þvílíkri birtu, slokknaði að
fullu og öllu. Eftir urðu likamsleifarnar. Og íslend-
ingar, eigi síður en annarra þjóða menn, lcunna að
meta líkamsleifar stórmenna sinna og votta þeim sér-
stakt dálæti sitt. Að þessu sinni varð og sú raunin á.
Útför Einars var kostuð af ríkinu. Þjóðin kom sér upp
nýjum grafreit á sínum helgasta stað og vigði hann
með liki Einars Benediktssonar. Svo mun til ætlazt, að
íslendingar í framtiðinni velji að Þingvöllum legstað
þeim mönnum, er þeir óska að heiðra dauða á sérstak-
an liátt. Það mun verða efalaust kappsmunamál þeim
mönnum, sem i lifenda lífi telja sig réttkjörna til yfir-
hurðamats af hálfu samlanda sinna, að hljóta slika
sæmd, hversu sem til kann að skipast um valið af hálfu
þeirra manna, sem á hverjum tima eiga fyrir að ráða
þessari síðustu vegtyllu.
II.
Enginn kostur er þess, enda þarfleysa, að rekja hér
til hlítar æfiatriði Einars Benediktssonar. Við endur-