Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 14
8 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR útgáfu af IjóÖum hans mun væntanlega verða skráð æfisaga lians svo ítarleg sem kostur verður á. Hér verð- ur aðeins stiklað á stærstu mörkum. Einar er fæddur að Elliðavatni í Mosfellssveit 31. okt. 1864, sonur Benedikts sýslumanns Sveinssonar og konu lians, Katrínar Einarsdóttur frá Reynistað í Skagafirði. Benedikt Sveinsson var, eins og kunnugt er, einn af þjóðkunnustu mönnum sinnar tíðar. Hann var einn af höfuðskörungum í sjálfstæðisbaráttu Islendinga, ótrauð- ur fylgismaður Jóns Sigurðssonar og merkisheri fyrir málstað lians að honum látnum. Benedilct liefur verið talinn einhver mestur mælskumaður íslendinga. Hann átti sæti á Alþingi um 38 ára skeið, frá 1861 og til æfi- loka. Móðir Einars var stórættuð kona og stórgáfuð, talin mjög skáldmælt, en fór dult með. Stórbrotnum gáfum og afburðamennsku fylgja alloft nokkurir annmarkar. Ekki báru þau lijón, foreldrar Einars, gæfu lil langra samvista, og var Einar sviptur móðurfaðminum tíu ára gamall. Munu þau örlög hafa liaft úrslitaálirif í lífi þessa stórgáfaða, tilfinningaríka manns, eins og glögglega verður ráðið af kvæði hans, „Móðir mín“ (Vogar, bls. 1). Einar leggur stund á nám, lýkur embættisprófi í lögum við háskólann í Kaup- mannahöfn árið 1892. Hann fæst síðan við lögfræðistörf í Reykjavík, er settur sýslumaður í Þingeyjarsýslu i fjarvistum föður síns. Hann gerist snemma áliugasam- ur um stjórnmál og fylgir fast stefnu föður síns. Árið 1898 kvænist hann og gengur að eiga Valgerði Einars- dóttur Zoéga. Þeim hjónum verður sex harna auðið. Árið 1904 hlýtur hann sýslumannsembættið í Rangár- vallasýslu, en lætur af embætti eftir nokkur ár. Á þessu skeiði æfinnar tekur hann virkan þátt í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar; gefur meðal annars út hlaðið „Dag- skrá“ (1896). Síðar gaf hann út önnur blöð. En þessi átök urðu skammvinn. Eftir að hann lætur af embætti i Rangárvallasýslu, fæst hann ekki við opinber störf, en

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.