Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 18
12 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skiptatjald. Að baki er horfin öll hin glæsilega sveit 19. aldar skáldanna og liefur skilað afrekum sínum í hendur þeim kynslóðum, sem erfðu landið og eiga að erfa það um alla framtið. IV. Hér hefur að framan verið stiklað á stærslu drátlum í æfisögu Einars Benediktssonar og leitazt við að sýna fram á, hverskonar þjóðfélagsleg viðhorf, atvik og ör- lög liafa mótað hann sem mann og sem skáld. Af þessu stulta yfirliti verður ljóst, að átök hans á liverju sviði, utan skáldskaparins sjálfs, verða liálf tök og drepast á dreif. Blaðamennska lians og draumar um stjórn- málaforystu verður skammvinnt. Stórhugur lians um að veita blóði erlends fjármagns í æðar íslenzkrar iðju og stórframkvæmda rekur sig á ósigrandi hindranir. Eft- ir verður ein ævarandi eign, grunnmúruð i eðli hans og stórgáfur: musteri listarinnar, sannheilagt vé, sem yptir turnum sínum í ómælanlegar hæðir og ávallt stendur lionum opið. Á altari þess musteris leggur liann sinar dýru gjafir, þar öðlast tregi hans útrás, þar finn- ur liann frið. Þetta kemur glögglega fram víða i kvæð- um hans. „í Dísarhöll“, þ. e. Queens Hall í Lundúnum (Hafhlik hls. 92), hásal listarinnar, mætast hæsta sorg lians og æðsta gleði, og hann finnur „trega í taugum og æðum, af týndri minning og glötuðum kvæðum“. Enginn kostur er þess i sluttri grein að gefa veru- legt jdirlit um kveðskap Einars Benediktssonar. Enda mun það sannast, að það verður á fárra manna færi, að sökkva sér í djúp kvæða hans eða klífa þær hæðir, sem rísa i skáldskap hans, svo að til hlítar verði gert og gagns þeim, sem lesa ættu slíkar ritskýringar eða greiningar speki hans og listar. Kvæðin skýra sig sjálf hvert og eitt fyrir skilningsfúsum lesanda. Þau eru heil- slej'pt listaverk og hvergi tyrfin, enda þólt svo hafi

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.