Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 22
16 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR áherzla á það, að börn landsins geti unnið þessa námu mannlegrar speki og snilli sér til sálubótar og til vits- munaauka? Eða fúna bækur Einars óhreyfðar í bóka- söfnum landsins og gleymast, meðan steinhellan að kumbli lians stendur enn af sér ágnauð allra veðra? Það er lítið afrek og enginn drengskapur, að spá fram- tíðarkynslóðum landsins brakspám, jafnvel þó óvænlega þyki liorfa á bverjum tíma. — Hitt kýs ég fremur, að óska þess þjóð minni til handa, að á verkum Einars Benediktssonar rætist liin djarfmannlega spá hans (Kvöld i Róm, Hafblik, bls. 88): Mást skal lína og litur, steinn skal eyðast, listarneistinn í þeim skal ei deyðast. Perlan ódauðlega í hugans hafi hefjast skal af rústum þjóða og landa. Komi hel og kasti mold og grafi, kvistist lífsins tré á dauðans arinn, sökkvi jarðarknör i mvrkva marinn, myndasmíðar andans skulu standa. Jónas Þorbergsson. Halldór Kiljan Laxness: Einræði og menning. 1. „Þegar ég beyri orðið menning dreg ég upp banann á skammbyssunni minni“, eru orð sem þýzka skáldið .Tobst leggur í munn stormsveitarmanni í einu af leikritum sín- mn. Innihald þessara orða er reyndar ekkert nýmæli. Þetta eru kjörorð yfirgangsseggja allra þjóða og tíma, orðuð aðeins á nútímavísu. Ofstækisfullir sjálfsdýrkarar finna leiðina til siðlausustu afla umhverfis sins og ganga

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.