Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Síða 24
18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sem slíkir sjálfsdýrkarar í valdaaðstöðu krefjast af lýðn-
um í andlegu tilliti er aS hann sjái i öllum þeirra gerðum
einhverja æðri ráðsályktun, viðurkenni „köllun“ þeirra til
að skipta sér af öllu þvi sem þeim kemur ekkert við, dá-
ist að óskeikulleik dóma þeirra um allt það sem þeir liafa
ekkert vit á, telji það ekki nema rétt, sjálfsagt og eðlilegt
að þeir séu hvekkur í hvers manns koppi. Þeir eru sú
guðlega forsjón sem hfir og nærist af trú áhangenda sem
andstæðinga á þeirra „viturlega plön“ og allt að þvi yfir-
náttúrlegu stjórnkænsku (þótt þeir hafi aldrei liaft neitt
annað „plan“ í höfðinu en troða sjálfum sér inn hvar sem
þeir sáu opna smugu, eða naga sig inn milli þils og veggj-
ar í hvers manns húsi, ef engin var smugan). Þeir semja
og láta semja um sig katekisma, þar sem þessi „viturlegu
plön“ þeirra eru álitin miðþyngdarstaður allrar framvindu,
unz nógu víðtæk boðun þessara „fræða“ liefur skapað þá
lenzku í landi, að menn séu reiðubúnir að fótumtroða
sina eigin vitglóru, sannfæringu, samvizku og mannleg-
an virðugleik (ef nokkur var) við livern andblæ frá sæti
delirantsins, eða frá þvi ömurlega samsafni af ragmenn-
um, fíflum og druslum, sem þessari manngerð tekst auð-
veldlega að gera að málaliði sínu.
Engin furða þótt návist slíkrar manngerðar í þjóðfé-
laginu verki sem truflun á öllu heilhrigðu lífi; þótt þeir
séu í viðleitni sinni fjötrandi og þvingandi, er afleiðing
verka þeirra splundrun og upplausn. Jafn eðlilegt er það,
áð menningin, sem er kyrrlátt, milt, félagslegt, heilbrigt
og göfgandi afl, það afl sem lyftir manninum úr ríki
þursa og sltynleysingja, skuh vera sá höfuðóvinur sem
einn getur klippt úr þeim vígtennurnar og slæft vopn
þeirra. í landi þar sem menningin héfur fengið að sitja í
fyrirrúmi verða slikir menn af sjálfu sér að hlægilegum
utanveltubesefum, en komast aldrei upp fyrir moðreyk
með neitt af sínum „plönum“. Þar sem menning ríkir
með þjóð vekur áróður slíkra manna um „köllun“ sína
aðeins vorkunnarbros. Engum er það hinsvegar Ijósara