Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 30
24 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR menning. Við höfum enga ástæðu til að harma að hin rnyrku öfl þjóðfélagsins hafa skilið hve dýrmætur þessi \ettvangur er — og kastað grímunni. En ef erindrekar þessara afla finna nú kólna um sig með hverjum degi sem líður, mega þeir sjálfunr sér um kenna. Það er heldur ekki oklcar sök, ef þeir hætta sér of langt út í hinar köldu auðnir og verða loks úti í almenningsálitinu. En vilji þeir bjarga eftirmæli sínu, þá er þeim ráð að snúa við skjótt, áður en það er um seinan. Halldór Kiljan Laxness. Guðmundur Böðvarsson: Brotið sverð. i. Úr okkar hóp um dauðans dyr hinn duli maður sté. Því sverði hefði hann betur beitt, er braut hann þvert um kné í örvæntingu um leiksins lok. Og ljóst varð enn á ný, hvað gagnslaust er að falla fram — við frelsumst ekki á því. II. Um skurðgoð blind og hörga heims ber hverfilituð blik, sem eðalsteina undur gljár hið aldagamla ryk, og blótsins prestar bíða þar og blóði stökkva um jörð, því mannfórn þeirra er mörg og stór úr múgsins dreifðu hjörð.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.