Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Síða 36
30 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Er hann mállaus? spyr Bjössi, sem liafði ekki heyrt svarið. Heyrirðu það ekki, að hann segist ekki vera mállaus? Það er ekkert að marka, þótt hann segi það. Þetta var alveg óstjórnlega fyndið, og ekkert, nema athugun Jonna, liefði getað yfirstigið það. Jonni gekk letilega á eftir manninum og athugaði liann skarplega, eins og maður, sem veltir fyrir sér ólögulegum steini, sem liann ætlar að nota í lileðslu og reynir að álykta, hvernig bezt verði tekið á honum. Hann er hauslaus, tilkynnti hann allt í einu. Það varð andartaks dauðaþögn, svo brutust undrun- arópin fram af vörum okkar og breyttust í ofsaleg- an, fagnandi hlátur, þegar við tókum eftir því, að Jonni hafði rétt fyrir sér. Við gengum nú allir á eftir honum og horfðum ró- legir og ánægðir á baksvip hauslausa mannsins. Herð- ar hans voru miklar og kúptar og axlirnar svo hátt dregnar, að liöfuðið sást ekki upp fyrir uppbrettan jakkakragann að aftanverðu, en liálsinn svo boginn, að höfuðið sýndist standa beint út úr brjóstinu. Hann gekk með hnefana steytta í buxnavösunum, eins og tvo steinhnullunga, sem þöndu út skálmarnar. Föt lians voru með þeim sérkennilega græna lit, sem svart fata- efni fær á sig eftir of langa viðkynningu við regn og sól til skiptis. Undirtektarleysi lians setti brátt stíflu fyrir hnífil- yrði okkar og flangs. Við héldum í skrúðgöngu eftir götunni með hauslausa manninn í fjdkingarbrjósti og kynntum hann fyrir þeim, sem við mættum. Þetta er liann Manni, var okkur svarað, látið þið hann í friði. Þetta nafn dittaði svolítið upp á hugkvæmni okkar, sem var farin að fjara út. Eftir nokkrar hláturrokur spurðum við: Heitirðu Manni, manni? Geturðu gefið okkur manna,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.