Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 39
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
33
von um, að hann byði okkur inn í skúrinn. En sú von
brást. Hann stóð fyrir utan dyrnar og mændi slokkn-
uðum augum ofan á tærnar á sér, sem voru farnar að
gægjast út úr stígvélunum, en leit ekki við okkur og
tók ekki undir ræðu okkar, þegar við bárum fram
gjafirnar. Það befur líklega verið virðingin fyrir skáld-
inu eða meðaumkvunin með hinum svikna elskhuga,
sem aftraði því, að við færum með feng okkar inn í
skúrinn. Við létum brakið þegjandi undir skúrhlið-
ina og héldum á burt.
Jonni var sá eini, sem lét í ljós óánægju sína:
Helvítis háfurinn, að lofa okkur ekki að koma inn
og sjá bælið sitt.
Hann er að yrkja, sagði Steini lágt. Hann var okk-
ar langyngstur og hafði lieyrt okkur segja þetta áð-
ur, en það gat auðvitað ekki haft áhrif á okkur, fyrsl
Steini sagði það. Við hlógum.
Allt sumarið hélt Manni áfram að vera umhugsunar-
efni okkar strákanna. Við söfnuðum sögum urn hann
og bættum eins miklu við frá eigin brjósti og því, er
við heyrðum aðra segja. Hann var orðinn þjóðhetja
og píslarvottur, sem við hárum ábyrgð á. Við vorum
farnir að safna ljóðum hans í gamla stílabók, en ég
býst við, að það hafi verið heppilegt, að enginn bók-
menntagagnrýnandi sá það safn, hann hefði sjálfsagt
kannazt við allan kveðskapinn undir nöfnum ann-
arra skálda.
Það kom einnig fyrir, að einhver okkar sást standa
með höfuðið niðri á bringu og hnýtta hnefa í buxna-
vösunum og glápa niður á tærnar á sér, þótt tíma-
lengdin nálgaðist aldrei það met, sem Manni hafði sett,
til þess var blóð okkar of ókyrrt og hlutaðeigandi fékk
ekki heldur frið fyrir félögum sínum til þessara speki-
iðkana.
Það var Óli, sem fann upp á þvi, að við skyldum
færa honum mat. Mæður okkar létu okkur fúslega í
3