Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 43
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 37 möinmu sína, þótti eins og oft vill verða, skemmtilegra að vera úti að leika sér, heldur en snúast fyrir mömmu sína. Kennari hans setti liann þá á kné sér og tók að skýra fyrir honum, hve mikið foreldrar hans legðu honum til. Mat liann til f jár það, sem þau hefðu til hans kostað, i föt- um og fæði og umsjá allri, frá fæðingu. Var það allmikil íúlga, þvi snáðinn var víst 8—9 vetra, gerði svo áætlun fyrir uppeldiskostnaði hans til fullorðins ára, eða, þar til hann væri fær um að sjá sér sjálfur farborða. Að endingu benti kennarinn honuin á það, sem ekki yrði til peninga metið, sem sé ástríkið og umliyggjan, sem móðir hans hefði honum i té látið, fyrir utan hnossið mikla, lífið, er hann einnig hafði af foreldrunum þegið. Allt þetta kvað liann drenginn skulda foreldrum sín- um, svo ekki mætti minna vera en hann byrjaði á því að greiða vextina, með því að vera þeim lilýðinn og auðsveipur. Höfuðstólinn átti hann að afhenda, þegar liann væri orðinn stór. Barnið var ekki lengi að finna til sinnar syndasektar og hlaupa í fang móður sinnar og lofa henni óheðinn að gera allt fyrir hana. Svo var nú ekki sagan lengri, að efn- inu til, þvi um efndirnar á loforði drengsins var ekki getið. Það er af litlu atviki, að mér liefur orðið þetta sögu- korn minnisstætt. Einn di-engjanna minna liafði fengið „Samtining“ að gjöf og var nú að stauta sig fram úr bókinni. Þegar hann hafði lokið að lesa söguna „Skuldin“, lagði hann frá sér bókina, kom til mín, með tárin i augunum, tók Um liáls- inn á mér og rak að mér rembingskoss. Ég leit svo á, sem líklega hefur verið sanni næst, að sagan hefði komið eitt- hvað óþægilega við hans eigin kaun, og svo tók ég móti kossinum sem skylduskatti, sem barnið væri að gjalda mér, og var víst, með sjálfri mér, alldrjúg yfir inneign-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.