Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 51
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 45 og eignir þjóðarinnar. Franski herinn var nú orðið not- aður til framfærslu félausum aðalsmönnum, eins og sjá má af því, að í honum voru fleiri aðalbornir liðs- foringjar en í öllum öðrum herum Evrópu samanlögð- um. Og til þess að bæta gráu ofan á svart, var skömrnu fyrir byltinguna gefin út konungleg tilskipun, er mælti svo fyrir, að enginn gæti orðið liðsforingi, sem ætti ekki að minnsta kosti 4 aðalborna forfeður. Af 35.000 liðsforingjum dvöldu aðeins 9000 við herinn, en til uppi- halds þessum tiginbornu sníkjudýrum voru áætlaðar 46 milljónir livres — hinum óbreyttu hermönnum 44 milljónir! Hin franska yfirstétt, aðall og kirkja, er sögð hafa talið um 240.000 sálir. Þótt hún væri fámenn, átti hún þó mestan hluta Frakklands, með gögnum þess öllum og gæðum. Talið er að um % allra jarðeigna liafi ver- ið i höndum aðals og kirkju. Kirkjan var undanþegin öllum sköttum, en fyrir skattfrelsi sitt færði hún kon- ungi 5. hverl ár upphæð „að gjöf“, sem hún ákvað sjálf. Tekjur kirkjunnar voru i jarðarafgjöldum 130 millj. livres, í lénsréttindum 100 millj. og í tiund 123 millj. Hin andlegu embætti í klaustri og kirkju stóðu opin hinum yngri sonum aðalsins og obbinn af tekjum kirkjunnar rann til þessara tignu kirkjuhöfðingja, en allur liinn lægri klerklýður lifði við fábrotin almúga- kjör. Hinn veraldlegi aðall, hæði hinn gamli lénsaðall og embættisaðall sá, er einveldið hafði skapað sér til full- tingis, var undanþeginn sköttum og skyldum. Hann var auðugasti jarðeigandi landsins og allir bændur Frakk- lands, sjálfseignarbændur jafnt sem leiguliðar, voru honum skattskyldir á eina eða aðra lund. Þeir greiddu honum jarðarafgjöld, leystu af hendi afvinnur, gegndu hjá honum hjúaþjónustu, borguðu fyrir gömul myllu-, vinpressu-, bökunarréttindi, o. s. frv. Þeir máttu ekki verja akra sína fyrir ágangi dýra, því að það var brot

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.