Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 53
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 47 bols og höfuðs á þjóðfélagi einveldisins og sérréttind- anna, hafði hin borgaralega gagnrýni höggvið i sund- ur hlífar þess og deyft eggjarnar í öllum vopnum þess. Hin mikla andlega hreyfing 18. aldar, upplýsingar- stefnan, skynsemistefnan, eða hvað menn nú vilja kalla hana, á rætur sínar að rekja til liinnar ensku lieim- speki, er vaxið hafði upp undir ríkum áhrifum Púrí- tanahjdtingar Englands um miðja 17. öld. Enski heim- spekingurinn John Loeke hefur í lok 17. aldar orðað grundvallaratriði borgaralegra þjóðfélagsvísinda svo: Mennirnir lifa upprunaiega frumstæðu náttúrulífi, en stofna ríki og þjóðfélag til verndar lífi, frelsi og eign- um. Þetta eru hin náttúrlegu mannréttindi, er ríkið má eigi skerða. Óhundið einveldi er ósamrýmanlegt þessum mannréttindum og þvi er nauðsynlegt að lög- gjafar- og framkvæmdarvaldið sé aðskilið. Hinn sanni og rétti fullvaldi er fólkið sjálft, og það hefur vald til að steypa stjórninni, ef því býður svo við að horfa. „Þjóðin hefur jafnan vald til þess að losa sig við menn, sem eru annaðhvort svo örvita eða illir, að þeir sitja á svikráðum við líf og eignir þegnanna.“ (Locke). Þetta var hin fræðilega réttlæting horgaralegra byltinga. Hún fékk staðfestingu veruleikans í frelsisstríði Ameriku- manna 1776 og í frönsku byltingunni 1789. A Englandi hélt þessi hættulega þjóðfélagsheimspeki kyrru fyrir á vinnustofum rólyndra fræðimanna. f Frakklandi fór hún eldi um allt þjóðfélagið og var hoð- uð af húsþökunum. Franskar bókmenntir, fagurfræði- legar og visindalegar, voru á blómaskeiði einveldisins bundnar hirðinni. 18. öldin leysti franskan anda úr her- leiðingu konungsvaldsins. Bókmenntirnar urðu þjóðar- eign og höfðu allt hið menntaða Frakkland að mark- aði. Heimspeki upplýsingarinnar varð hið bitra áróð- ursvopn frönsku borgarastéttarinnar, er ruddi pólitísku valdanámi hennar brautina. Undir merki hennar sagði

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.