Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 62
56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
öldum saman: rentur af lánuðu fé fékk nú lagalega við-
urkenningu, lög um okur eru afnumin, gildin eru leyst
upp, jarðaafnotin eru losuð úr viðjum hins gamla
bændasamfélags, verksmiðjueftirlit, vöruskoðun og
framleiðslufyrirmæli eru numin úr gildi, útflutnings-
tollar eru afnumdir, tollmúrar innanlands eru rifnir
niður, innflutningshöft og tollar gerðir mýkri og þjálli.
Jafnrétti i sköttum var lögboðið engu siður en jafn-
rétti fyrir lögunum. Öll þessi löggjöf var samþykkt í
nafni frelsisins, skynseminnar og jafnréttisins og svo
var einnig um bannið gegn verkamannasamtökum.
Borgarastéttin varpaði af sér viðjum og arfi liins gamla
stjórnarfars. Hún þóttist nú geta staðið ein og óstudd
1 atvinnulegum efnum, laus allrar handleiðslu ríkisins.
í iðju sinni vildi hun vera allt, en liún vildi einnig
vera það í stjórn landsins. Þar undi hún engum yfir-
boðara af guðs náð, heldur af náð liennar sjálfrar.
Þessi pólitíski metnaður og stéttarlega einræðislöngun
hinnar frönsku horgarastéttar hefur fengið lögfesti i
stjórnarskrá þeirri, er þjóðsamkoman samþykkti og
gekk i gildi haustið 1791.
Með stjórnarskrá þessari skapaði hin franska borg-
arastétt stjórnarfyrirkomulag i sinni eigin mynd. Hún
reisti konungsvaldið á lagalegum grundvelli, en skar
af því klærnar með því að veita því aðeins frestandi
neitunarvald. Hún svipti aðalinn tækifæri til að lireiðra
um sig i efri deild, því að löggjafarsamkoman var
ein og óskipt. Framkvæmdar- og löggjafarvaldið er
svo stranglega aðskilið, að konungur getur ekki tek-
ið sér ráðuneyti meðal meðlima löggjafarsamkomunn-
ar. 1 öllum þessum ákvæðum birtist ótti borgarastétt-
arinnar við hið konunglega framkvæmdarvald.
Mannréttinda-yfirlýsingin hafði hoðað frelsi og jafn-
rétti allra manna, og hún var prentuð sem forspjall
fyrir framan stjórnarskrána. En hrosshófur hinna horg-
aralegu stéttarhagsmuna gægðist undan slcikkju jafn-