Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 68
02
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Það var því létt verk og löðurmannlegt, að sigra franska
herinn, sem kominn var í upplausn á byltingarárun-
um. Herinn tvístraðist og landið lá opið fyrir fjand-
mönnunum. Löggjafarsamkoman fann, að brögð voru
í tafli og grunaði samband konungs við hin erlendu
fjandmannaríki. Hún varð að grípa til öryggisráðstaf-
ana sjálfri sér lil verndar gegn öflum gagnbyltingar-
innar. Þess vegna samþykkti bún að gera óhlýðna
klerka, er ekki vildu sverja eið að stjórnarskránni, út-
læga, svipta konung lífverðinum og draga saman 20.000
inanna her i nágrenni Parísar. Konungur neitaði að
samþykkja lög þessi og steypti ráðuneyti Rolands, þar
sem Girondistar áttu sæti. Parísarborg varð enn á ný
að taka í taumana og sýna konungsvaldinu í tvo lieima.
20. júní gekk alþýða Parísar í vopnuðum kröfugöng-
um um götur borgarinnar og heimtaði, að konungur
samþj'kkti lög þingsins. Þingið tvisteig um stund frammi
fyrir kröfum lýðsins, tók konung í sátt og framkvæmdi
Jögin án konungssamþykktar. 20. júlí lýsir ]iað föður-
landið i liættu. 12. ágúst eykur það 12 manna ráðið
um 13 meðlimi og þetta 25 manna ráð tekur raunveru-
lega stjórn landsins í sínar liendur. Löggjafarvaldið
hafði tekið að sér framkvæmdarvaldið.
Orsakirnar til þessarar breytingar voru tíðindi þau,
er gerðust í lok júlímánaðar, og í byrjun ágúst. 25. júlí
bafði yfirforingi liins erlenda bers, hertoginn af Braun-
scbweig, gefið út ávarp til Frakklands, þar sem þjóð-
inni og þó sérstaklega Parísarbúum var bótað öllu illu,
ef skert yrði bár á liöfði Loðvíks konungs. Samband
konungs við óvinaríkin var nú lýðum ljóst og þetta
olli straumhvörfum í bvltingunni. Lýðveldisbrevfingin
bertók Paris á skammri stund. f lok júli samþykktu
47 af 48 deildum Parísar afnám konungsvaldsins og
lögðu samþykkt þessa fyrir þingið. Jakobínaklúbburinn
snerist í einu vetfangi yfir til lýðveldisstefnu. Nóttina
9.—10. ágúst 1792 komu fulltrúar borgardeilda Parisar