Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 69
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
(33
saman á fundi í ráðhúsinu. Deildirnar höfðu þegar veitt
hinum óvirku borgurum aðgang að fundum sínum, og
nú tóku þær völd borgarinnar í sínar hendur. Undir
forystu Jakóbína og með aðstoð vopnaðra sambands-
liða utan af landi var konungsvaldinu steypt af stóli.
Nú kom berlega i ljós, að löggjafarþingið leiddi ekki
lengur byltinguna, heldur lét stjórnast af lienni. Lög-
gjafarþingið samþykkti gerðir lýðsins, setti konung frá
völdum og boðaði kosningar til nýrrar þjóðsamkomu,
er kosin skyldi með almennum kosningarrétti. Nýtt
framkvæmdarráð var kosið undir forsæti Dantons, er
tekið liafði virkan þátt í uppreisn Parísarborgar.
Lýðveldisstefnan átti sigri að hrósa yfir konungsvald-
inu. En viðburðir ágústmánaðar táknuðu einnig ann-
að og meira: almúginn hafði sigrazt á borgarastéttinni,
sem ráðið hafði lögum og lofum á löggjafarþingi Frakk-
lands fyrir tilstyrk fjárbundins kosningaréttar. Það féll
í lilut hins róttæka lýðræðis franskra smáborgara, að
ryðja byltingunni braut yfir allar þær torfærur, er nú
blóðust að henni. Saga hinnar nýju þjóðsamkomu, kon-
ventunnar, er frásögnin um það, livernig lýðræðinu
tókst leiðsagan.
VI.
Eftir uppreisnina 10. ágúst var bið byltingarsinnaða
bæjarráð Parísar einrátt í böfuðborginni. Það beitti nú
óspart rétti sínum til húsrannsókna og fangelsana, sem
nauðsynlegar voru til að halda öflum gagnbyltingar-
innar i skefjum. Tvennt var það, sem æsti bugi bylt-
ingarmanna í Paris: landráð konungs, sem nú voru
skjallega sönnuð, og ófarir franska hersins. IJvert virki
Frakklands á fætur öðru féll í bendur óvinunum. Tryll-
ingur mikill greip lýðinn og hina fyrstu daga septem-
liermánaðar voru um 1600 fangar drepnir i París án
dóms og laga. Þessi víg átlu að skjóta innlendum fjend-
um byltingarinnar skelk í bringu. En að því loknu sendi