Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Síða 77
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 71 Skapgerð hans og lyndiseinkenni endurspeglast i næstum hverju kvæði, sem hann yrkir. Jafnvel náttúrufyrirbrigðin sjálf taka ósjálfrátt á sig svip hans: greniskógurinn, fjallið, vatnið, læk- urinn og áin. — Með hinni snjöllu og ítarlegu túlkun sinni á manninum Stephani G., hefur próf. Nordal gert lesandanum það margfalt léttara að njóta kvæðanna, skilja þau og brjóta til mergjar. Það hefur verið mönnum efni til undrunar, hvílikt stórverk einyrkinn í Klettafjöllum gat innt af hendi, þrátt fyrir lífskjör sín. Það er óneitanlega skemmtilegt, að fylgja rannsókn Nordals í þessu efni. Honum tekst að bregða skýru ljósi yfir tröllauknar gáfur Stephans annarsvegar og erfiðleika hinna ytri aðstæðna, sem voru næstum að sama skapi risavaxnir, hinsveg- ar. Próf. Nordal segir sjálfur um þessa rannsókn sina: „Því fer svo fjarri, að ég hafi haft neina löngun til að gylla hann, að ég hef leitað dauðaleit að einhverjum höggstöðum á honum í bréfum hans.-----------En ég reið ekki feitum hesti frá þeirri leit.---------Ég hef gefizt upp fyrir honum, setzt við fótskör lians. Það er sannleikurinn.“ Niðurstaðan er í einu orði sú, að Stephan hafi verið ofurmenni, og hvorki meira né minna. Þessi skoðun er sett fram á svo traustan og sannfærandi hátt, að fáir munu geta efazt um réttmæti hennar. En próf. Nordal gefur sér líka tíma til að lýsa skáldskap Step- hans, einkennum hans, kostum og göllum (i kaflanum „Snilld og torf“). Maður saknar þess eins, að þessi kafli skuli ekki vera miklu lengri. Aðrir kaflar eru helgaðir afstöðu skáldsins til föð- urlands og fósturlands og þeirra vandamála samtimis, sem efst voru í huga þess: trúmála og þjóðfélagsmála. En skoðanir Step- hans og afstaða til þessara mála eru eitt af þvi merkilegasta í fari hans, enda deildi hann á kirkju, auðvald, styrjaldir og slórveldastefnu af meira mannviti og skarpari skilningi, en um leið hlífðarlausar og markvissar en kannski nokkur annar ís- lendingur. Það er út af fyrir sig aðdáunarvert, hve miklu og þungvægu efni höfundinum hefur tekizt að koma fyrir í ekki lengra máli. Hins er ekki að dyljast, að margt er enn ósagt um Stephan, skáldskap hans og lífsbaráttu. Jafn eldheitur bardagamaður og Stephan var, hlaut t. d. að taka mikilvægan þátt i félagslifi landa sinna vestra. En sagan um þá baráttu hans er enn að mestu órituð. Það er meira vandaverk að taka saman úrval úr Ijóðum Step- hans, en mönnum kann að virðast í fljótu bragði. Markmið próf. Nordals hefur verið það, annarsvegar, að velja úr beztu kvæði skáldsins, og gera úrvalið um leið sem allra fjölbreyttast, til þess
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.