Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 79
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 73 andi sál, sannur vísindamaður, sem þráði að opna mönnunum sem flesta leyndardóma náttúrunnar, en af því fólki er heim- urinn á öllum öldum of fátækur. Sjaldan hefur það sannazt betur en af dæmi þessarar óvenju- legu konu, hve vinna og aftur vinna, nám, dugnaður og vilja- styrkur, er nauðsynlegt til þess að Snilligáfan fái að njóta sín, eða kannske væri réttara að segja — til þess að snilligáfan skap- ist. Það er hollt fyrir unga menn og konur, að lesa þessa bók og lestur hennar er meira en holl dægrastytting; hann er örv- un til dáða, lögeggjan til náms og starfs. Sem ritverk er bókin ekkert frábær. Hún er heit og látlaus tjáning takmarkalausrar ástar og virðingar dóttur á móður og raunar foreldrunum báðum, og víðar er það persónuleiki sögu- hetjunnar en snilld höfundarins, sem grípur huga lesandans föstum tökum, t. d. eru mörg af bréfum Maríu Curie gullkorn bókarinnar. Þýðingin hæfir bókinni, — látlaus, án íburðar, en unnin af samvizkusemi og ást á viðfangsefninu. Spyrja mætti, hvers vegna Marie er látin heita Maria í íslenzku þýðingunni, en Pierre ekki Pétur. Útgáfan er mjög vönduð, myndum prýdd og ekkert til sparað. Verðið ekki heldur. Þ. G. Jóhannes úr Kötlum: Hart er í heimi. Kvæði. Heimskringla 1939. Fáir munu neita því, að Jóhannes úr Kötlum sé fyrir löngu orðinn eitthvert þekktasta og vinsælasta ljóðskáld þjóðar sinn- ar. Þessi ómótmælanlega staðreynd gæti þó virzt nokkuð ólík- leg, ef dæma skyldi eftir borgarablöðum höfuðstaðarins einum saman. Þessi útbreiddu „menningartæki“ hafa nefnilega blátt áfram látið það undir höfuð leggjast að geta um bækur hins vin- sæla Ijóðskálds árum saman, hvað þá heldur meira. Þetta áber- andi tómlæti getur varla stafað af öðru en þvi, að þögnin mun álitin eitthvert hvassasta vopnið gegn þeim skáldum og rithöf- undum, sem ekki falla að öllu leyti í smekk „höfðingja þessa heims“. Síðasta Ijóðabók Jóhannesar úr Iíötlum kom út rétt fyrir jól- in og ber nafnið „Hart er i heimi“. Hún hefur að geyma 31 kvæði, og hafa sum þeirra birzt áður í blöðum og tímaritum, en flest eru þó ný, þar á meðal lengsta og glæsilegasta kvæði bókarinnar, „Stjörnufákur“. Efni þessarar bókar er fjölbreytt, og yrkisefnin mörg og ólík. Og kvæðin eru líka harla misjöfn að gæðum. Því verður ekki

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.