Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Síða 79
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 73 andi sál, sannur vísindamaður, sem þráði að opna mönnunum sem flesta leyndardóma náttúrunnar, en af því fólki er heim- urinn á öllum öldum of fátækur. Sjaldan hefur það sannazt betur en af dæmi þessarar óvenju- legu konu, hve vinna og aftur vinna, nám, dugnaður og vilja- styrkur, er nauðsynlegt til þess að Snilligáfan fái að njóta sín, eða kannske væri réttara að segja — til þess að snilligáfan skap- ist. Það er hollt fyrir unga menn og konur, að lesa þessa bók og lestur hennar er meira en holl dægrastytting; hann er örv- un til dáða, lögeggjan til náms og starfs. Sem ritverk er bókin ekkert frábær. Hún er heit og látlaus tjáning takmarkalausrar ástar og virðingar dóttur á móður og raunar foreldrunum báðum, og víðar er það persónuleiki sögu- hetjunnar en snilld höfundarins, sem grípur huga lesandans föstum tökum, t. d. eru mörg af bréfum Maríu Curie gullkorn bókarinnar. Þýðingin hæfir bókinni, — látlaus, án íburðar, en unnin af samvizkusemi og ást á viðfangsefninu. Spyrja mætti, hvers vegna Marie er látin heita Maria í íslenzku þýðingunni, en Pierre ekki Pétur. Útgáfan er mjög vönduð, myndum prýdd og ekkert til sparað. Verðið ekki heldur. Þ. G. Jóhannes úr Kötlum: Hart er í heimi. Kvæði. Heimskringla 1939. Fáir munu neita því, að Jóhannes úr Kötlum sé fyrir löngu orðinn eitthvert þekktasta og vinsælasta ljóðskáld þjóðar sinn- ar. Þessi ómótmælanlega staðreynd gæti þó virzt nokkuð ólík- leg, ef dæma skyldi eftir borgarablöðum höfuðstaðarins einum saman. Þessi útbreiddu „menningartæki“ hafa nefnilega blátt áfram látið það undir höfuð leggjast að geta um bækur hins vin- sæla Ijóðskálds árum saman, hvað þá heldur meira. Þetta áber- andi tómlæti getur varla stafað af öðru en þvi, að þögnin mun álitin eitthvert hvassasta vopnið gegn þeim skáldum og rithöf- undum, sem ekki falla að öllu leyti í smekk „höfðingja þessa heims“. Síðasta Ijóðabók Jóhannesar úr Iíötlum kom út rétt fyrir jól- in og ber nafnið „Hart er i heimi“. Hún hefur að geyma 31 kvæði, og hafa sum þeirra birzt áður í blöðum og tímaritum, en flest eru þó ný, þar á meðal lengsta og glæsilegasta kvæði bókarinnar, „Stjörnufákur“. Efni þessarar bókar er fjölbreytt, og yrkisefnin mörg og ólík. Og kvæðin eru líka harla misjöfn að gæðum. Því verður ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.