Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 83
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 77 sem gat orðið mörgiim öðrum mönnum til bjargar, ef það var vel rækt. De Kruif segir frá starfi og stríði þessara manna með leiftr- andi áhuga og frásagnargleði. Hann fylgist með árangrinum af starfi þeirra eins og hann sjálfur væri sá, sem mest ætti undir því hvernig það tækist, en hann „dramatiserar", hann „setur i senu“, hann lyftir söguhetjunum upp á leiksvið, þar sem manni virðist allt undir því komið, hvernig tekst til einmitt fyrir þeim. I þessu er það máske einkum fólgið, hve víðlesinn höfundur hann er orðinn, þótt þessi frásagnarháttur skekki einhverja vitund hlutföll veruleikans. Á rithættinum, sem annars er yfir- leitt léttur og skemmtilegur, er einhver hálf galsafenginn ýkju- blær, sem að visu fer söguhetjunum og starfi þeirra allvel, eins og þær koma fram í frásögu höfundarins, en hæfir ekki alltaf eins vel því, sem raunverulega gerðist. En það, sem setja mætti út á ritmennsku de Kruifs er þó veigalítið í samanburði við kosti hennar. í fyrsta lagi efnis- valið: hann velur sér að frásagnarefni starf og stríð manna, sem börðust við „áþján, nauðir, svartadauða", fyrir hamingju fjöldans, án þess að sjá til launa, og fórnuðu jafnvel eigin lífi til þess. Hann lýsir mönnum, sem unnu lítilmótleg verk fyrir göfugar hugsjónir, mönnum, sem voru heilir í starfi sínu, haldn- ir af hinum brennandi krafti trúarinnar á köllun sína, hugsæi sitt, skyldu sína. í öðru lagi má benda á kosti efnismeðferðar: de Kruif missir hvergi marks. Hann vill gera starf þessara manna, sem hann lýsir, dýrðlegt í augum lesenda sinna, og honum tekst það. Það mætti sjálfsagt segja frá á skáldlegri hátt, gefa persónu- legri, meira alhliða lýsingu, en de Kruif villist hvergi út af færu vaði, og tekst yfirleitt prýðilega að sannfæra lesandann. Og hvílíkur munur er á dýrð þeirra starfa og hugsjóna, sem de Kruif segir frá og þess, sem mest er rómað í dagblöðum og dægurritum, þar sem vélabrögð og svik stjórnmálamanna og lýðskrumara eru einkum frægð og höfundum þeirra eignaðar ofurmannlegar gáfur og aðrir hæfileikar að tiltölu. Þýðingin er fjörleg og málið yfirleitt gott og blátt áfram, má- ske nokkuð grófkornótt með köflum. Ég hef ekki lesið bókina á frummálinu og get því ekki dæmt um nákvæmni þýðingarinn- ar, hvorki hvað efnismeðferð snertir né stil. Ég kann þýðend- um og útgefanda þakkir fyrir bókina og hlakka til að lesa fram- haldið. Kristinn Björnsson.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.