Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 85
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 79 ist í tvo áfanga, eins og öll bókagerð: fyrst er að semja verkið, siðan að koma þvi á prent. Nú skulum við gera ráð fyrir, að þetta ár og hin næstu berj- ist félagið i bökkuin með útgáfustarfsemi sína vegna hækkandi kostnaðar við prentun. Það hefur ekki úr öðru að spila en til- lögum félagsmanna, nýtur einskis styrks af almannafé, sem get- ur vegið upp á móti slíkum skakkaföllum. Það má búast við, að bækur þær, sem félagar fá þessi ár, verði minni að vöxtum en tvö undanfarin ár. Að vísu er engin hætta á, að nokkur greindur félagsmaður láti sér þetta ekki skiljast. Núlifandi kyn- slóð hefur reynt svo margvíslegar verðsveiflur peninga, að allir vita, hver munur er á 10 krónum frá ári til árs, ef keypt eru fyrir þær kol eða kjöt, og pappír er vara, sem allt af er mjög næm fyrir verðlagsbreytingum. Með þeirri félagatölu, sem Mál og menning hefur nú, má að vísu treysta því, að félagið geti boð- ið félagsmönnum sínum meiri bækur fyrir sama verð en nokk- urt annað útgáfufyrirtæki, sem á afkomu sína undir sjálfu sér. Samt getur verið, að sumir félagsmenn taki bækur undanfar- inna ára til samanburðar og finnist daufara yfir framkvæmd- unum en áður. En þessi árin lifir Mál og menning í raun og veru tvenns konar lifi. Bækurnar, sem jafnóðum koma frá fé- laginu, eru ekki nema annar þátturinn i starfsemi þess. Þeir félagsmenn, sem greiða aukagjaldið til útgáfu Arfsins, eru að undirbúa mesta átakið, sem félagið hefur enn ráðizt í. Þeir vita, að verið er að vinna starf, sem kreppan hefur engin áhrif á, en mun koma í Ijós á sínum tima. Þegar ég segi, að kreppan hafi engin áhrif á undirbúning Arfsins, þarf það ef til vill nánari skýringar við. Það er alkunn- ugt, að verðsveiflur ná seinna til launa fyrir andlega vinnu en til annara hluta, sem fé er greitt fyrir. Þetta kann að vera ranglátt, en jiað er nú einu sinni svona. Ég býst ekki við, að þeim ritlaunum, sem gert var ráð fyrir í upphafi handa þeim mönnum, sem að Arfinum vinna, verði breytt, nema ef verð- lag peninga tæki alveg gagngerðri breytingu, sem virtist ætla að verða varanleg. Þau verða að minnsta kosti ekki háð svip- uðum sveiflum og t. d. pappírsverðið. Ef við, sem að þessu verki vinnum, getum á annað borð dregið fram lifið, munum við starfa jafnsleitulaust, hvernig sem kreppan hagar sér. Og félagsmenn mega vita það, að hverjar fimm krónur, sem þeir leggja fram til þessa undirbúnings verksins, standa áfram i sama verði ár- in 1940—43, sem þær stóðu i árið 1939. Þess vegna eru slíkir óvissutímar sérstaklega vel til þess fallnir að undirbúa verk, sem seinna verður gefið út.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.