Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 50
232
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAIÍ
skáldsögu, seni þunglamaleg, þefill og sígrátandi heima-
sætan á. í eymd sinni sér hann dulrænar sýnir, verð-
ur gagntekinn hrifningarleiðslu og heyrir dýrðlega
hljóma. Hann yrkir í laumi og verður æ sannfærðari
um að liann eigi að verða skáld. Hann er sendur burt
á kviktrjám með flökkuskáldinu Reimari. Þeir ferðast
yfir fjöllin og þylja lausavísur í ákafa og koma loks
þar á hæ, sem þrjár systur eiga heima, furðulegar kon-
ur, fjarhuga og léttúðugar, í sambandi við anda og dul-
ræn öfl. Ein þeirra, Þórunn, leggur á hann liönd um
sumarnótt og gerir hann lieilan heilsu. Hann rís upp
af kviktrjánum og leggur af stað út í heiminn.
í „Höll sumarlandsins“ keniur Ólafur í fiskiþorpið
Sviðinsvík og snýr sér í allsleysi sínu til stórmennanna
þar í plássinu, nízka prestsins, vitlausa læknisins og
þó sérstaklega til hins vokluga forstjóra Péturs Páls-
sonar, sem einnig er kallaður þrihross. Það er maka-
laus maður, mikill vexti og hlendinn, ímyndunaraflið
mikið og slægðin eftir því. Hann hefur margt og ólíkt
á prjónunum, honum er andlega lífið liugleikið, en rek-
ur spákaupmennsku í pólitískri spillingu. Hann er ör-
látur ættfaðir, en jafnframt stórkostlegur svikahrappur,
sem einatt hressir sig við glymjandi sálmasöng. Hann
heldur miðilsfundi, og Þórunn frá Kömbum er miðill-
inn. Hana gerir hann að frillu sinni og sendir hana til
Lundúna, til þess að hún verði þar eitthvert veraldar-
undur. Hann vill reisa menningarvita og útvega flug-
vél til þess að auka menninguna þar á eigninni. Hann
hefur á boðstólum fjörefni sem hreinsa áruna og út-
hlutar ókeypis menningarhrókum í baráttunni við verka-
lýðsfélagið, versta andstæðing hans í Sviðinsvík. Skáld-
ið fálæka togast þarna milli andstæðra afla, verður
háður duttlungarfullri góðvild forstjórans, en reynir að
koma sér vel við alla, hann kærir sig í rauninni bara
um að fá að yrkja og dreyma í friði. Fyrst býr hann
lijá fyllirafti, sem er giftur skáldkonu, völvu að skap-