Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 2
Stórmerk bók um Kína
Sjálfsævisaga Mao Tse-tung
hins mikla foringja Kínaveldis, skráð af hinum fræga rithöfundi Edgar Snow.
Inngangur, mikil og snjöll ritgerð um sögu Kína, eftir Sverri Kristjánsson,
sagnfræðing.
Bókin er fjórtán arkir að stærð. Sjálfsævisögu Mao Tse-tungs hefur Haraldur
Jóhannesson íslenzkað.
Mestu heimsviðburðirnir gerast í Kína nú. Þar er saga mannkynsins að skap-
ast. Hver sem fylgjast vill með tímanum verður að kynna sér sögu Kína.
Upplagið að bókinni er mjög takmarkað. Pantið hana strax.
BókabúS Máls og menningar
Laugavegi 19 . Sími5055
Ný ljóðabók eftir Halldór Helgason
Fyrir jólin kemur út ljóðabók er nefnist STOLNAR STUNDIR eftir Halldór
Helgason i Ásbjarnarstöðum, hið þjóðkunna borgfirzka skáld.
Fyrir löngu er það vitað að sú ljóðabók sem á árum áður var gefin út eftir
Halldór gaf ekki rétta hugmynd um ljóðagerð hans, og þar sem unnendur
hans sem skálds heima í héraði og ljóðavinir um allt land hafa þrásinnis
spurzt fyrir um væntanlega útgáfu á ljóðum hans, þá hefur Heimskringla
nú ákveðið að verða við óskum manna í þessu efni. Ekki þarf í þessu sam-
handi að minna á vinsældir Halldórs á Ásbjarnarstöðum meðal þeirra sem
ljóð lesa í þessu landi, og þó mun það ef til vill fá mönnum undrunar hve
síungur er andi þessa aldna skálds og yfir hve mikilli og vaxandi tækni hann
á að ráða.
Bókin er tíu arkir að stærð og er verð hennar til áskrifenda kr. 50.00 heft, kr.
62.00 í shirting og kr. 75.00 í skinnbandi. Ennþá er tækifæri að gerast áskrif-
andi hjá útgefanda í Bókahúð Máls og menningar og einnig Bókabúð Kron,
Reykjavík. Nægilegt er að hringja í síma 5055.
Bókaútgáfan Heimskringla
Laugavegi 19 . Sími 5055