Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 4
162 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR voru flestir svo vel að sér í dönsku að þeir rituðu fullum fetum á því máli, margir þeirra sömdu bækur á dönsku samhliða íslensku. Og þegar þeir rituðu móðurmál- ið höfðu þeir jafnan auga með sjálfum sér og voru fljótir að taka sig á hvenær sem bar af réttri leið og danskan sé frammí pennann. íslenskir nútímablaðamenn sletta dönsku í belg og biðu af því þeir kunna ekki dönsku. Stundum virðast þeir halda að nú hafi þeir verið reglulega fyndnir, frumlegir og ferskir í orðalagi þeg- ar þeir eru búnir að setja á pappírinn eitthvert hundþvælt aldanskt orðatiltæki. Ekki als fyrir laungu settu yfirvöldin nefnd til að gæta þess að fólk sé ekki að búa til alskonar vitlaus örnefni, og sömuleiðis hefur verið lagt fyrir presta að hætta að skfra börn hraklegum ónefnum sem sumum virðist vera mikið kappsmál að klína á afkomendur sína. Mér dettur í hug hvort ekki væri gerlegt að yfirvöld- in færðu út verksvið þessarar nefndar, eða skipuðu ráðunaut og leiðbeinanda, einn eða fleiri, sem starfaði með ritstjórnum blaðanna að því að hefta málskemdir yfirleitt, en einkum og sérílagi stemma stigu við þeim hervirkjum sem fákunnandi blaðamenn eru sívinnandi á móðurmálinu. Það er nauðsynlegt að blaðamönnum sé öðrum fremur kent að varast gildrur málsins, því þeir orka á málkend almenn- íngs með daglegum skrifum sínum; sömuleiðis að þeim sé veitt tilsögn um hættur dönskunnar, svo þeir geti varast hana þegar þeir skrifa á íslensku; ennfremur að þeim séu kend orð og orðatiltæki íslensk um ýmsa hluti og hugtök sem þeir eru altaf að klæmast á af því þeir eru að reyna að húa til íslensku í staðinn fyrir að læra hana; og þá er auðvitað ekki síður þörf á að vekja athygli þeirra á góðum nýmyndunum um efni og hugtök sem eru annaðhvort ný í heiminum eða hafa ekki áður verið rædd á vora túngu. Enn er eitt í blöðum hérna, sem flokka má með málskemdum og ekki er úr vegi að minnast á úr því að farið er á stað. Einsog allir vita þá er hér miklu vægari stjórnmálabarátta en í öðrum löndum. Hér er ekki farið í áflog á alþíngi, reist götuvígi og barist, ekki settar vítisvélar í hús yfirvaldanna eða skrifstofur stjóm- málaflokka né geingið heim til stjórnmálamanna að kvöldlagi til að myrða þá; skothríð, mannvíg á strætum eða lángvarandi blóðsúthellíngar útaf ósamkomulagi innanlands er ekki í tísku hér, en alt er þetta daglegt brauð í stjórnmálabaráttu erlendis. Hér eru flestir stjórnmálaandstæðíngar góðkunníngjar og samneyta hver öðrum fúslega. Eins er um almenníng, menn eru vinir og velunnarar liver annars þó þeir hafi ólíkar skoðanir á stjórnmálum og hagfræði. Þessi tiltölulega átaka- litla, milda og ástríðulausa stjórnmálabarátta hjá okkur verður einna ljósust af orðbragði því sem notað er í dagblöðum okkar þegar ritað er um stjórnmál. Ég mæli með hressilegum skeleggum stjórnmálarökræðum, þar sem jafnvel lítið orð getur orðið stórt og þúngt af því að standa á stað sem er rétt undirbúinn sálfræði- lega í meginmálinu. Þetta er því miður sjaldgæft í rökræðum hér á íslandi, svo sjaldgæft að landsfólkinu getur orðið snarbilt við ef fyrir kemur að orð hittir í mark. Stjórnmálaumræður hér eru oftastnær einna líkastar og þegar hundur er að elta hrafn, en slíkt er einna saklausust skemtun á jörðu, hefur víst aldrei komið fyrir í veraldarsögunni að hundur hafi náð hrafni. Það er eitt dæmið um ástríðuleysið í stjómmálarökræðum okkar að blaðamenn skuli endast til þess,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.