Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 5
RITSTJ ÓRNARGREINAR 163 sumir hverjir frammá gamals aldur, að kalla hver annan fífl, fant, ræksni, ræfil, bófa, bjálfa og önnur þessháttar innantóm fúkyrði. Þetta sýnir hvað íslendíngar eru saklausir menn, í raun og veru infantflir: aldrei búnir að slíta barnsskónum, stjómmálaritgerðir þeirra verka á lesandann einsog „kindergarten". Hitt er ekki vafamál að þessar barnaskammir í almennum umræðum fullorðinna manna hafa málspillandi áhrif: sérstök orð, sem eru að vísu í sjálfu sér góð og gild, eru rænd efni sínu, krafti og safa með því verið er að nauða á þeim alt árið án þess nokkuð sé meint með þeim. Einnig hér hefðu blaðamenn þörf hlútlægrar leiðbeiníngar frá smekklegum, greindum og vel mentum ráðunautum. H. K. L. Sviðið autt Sviplegt að horfa á leikendurna hverfa út milli lausaveggjanna í miðjum þætti fyrir lyftu fortjaldi, og hafa á brott með sér innanstokksmunina úr sjónleiknum, uns eftir stendur sviðið autt. En tjaldið fellur ekki. Sem hljóðir skuggar líða horf- in örlög yfir tómt sviðið, þeir leikir sem hér voru leiknir forðum -— í þúsund ár samfleytt; því þetta er orðið gamalt leikhús. A Snæfjallaströnd nær nú bygð ekki leingra úteftir en í Unaðsdal, Jökulfirðir eru allir tómir „að innanverður", nema á Dynjanda og í Kjós, þar er hvor fjölskyldan á sínum bæ; útí Grunnavík eru enn fáeinir bæir kríngum séra Jónmund. A Hesteyri voru nær tvö hundruð íbúa fyrir fám árum, en á dögunum þegar ég kom þar voru sjö eftir og fjórir þeirra á fönim. Sölvi Betúelsson hreppstjóri, síðasti bóndinn þar í firði, sagði að þegar ekki væri leingur liðsafli að setja bát á Hesteyri væri sjálfgerður silinn fyr- ir sig að fara líka. A Hornströndum er mannabygð horfin með öllu, nema í Reykjafirði norðan Geirólfsgnúps, einni mestu hlunnindajörð landsins; og vita- vörður er á Látrum. Bygðin hefur eyðst síðustu árin; þegar við komum í Furu- fjörð höfðu bændur tekið sig upp þaðan með lið sitt fyrir nokkrum dögum; ekk- ert eftir nema grasið. A hverjum bæ standa hús uppi enn í kafloðnum túnum, víða hefur verið margbýlt, á Homi standa þrjú bæarhús af fjómm. Sjónleikur þúsund ára mannlífs er allur, og bráðum einginn eftir á staðnum til að muna neitt sem hefur gerst; þraut og gnótt, gleði og harmar þrjátíu fjörutíu kynslóða öld framm- af öld síðan árið 900 eða 950 eða þaríkring, vonir, ástir, jól, lífsháskar, móðir og bam þúsund sinnum, tíu þúsund sinnum og kanski oftar, og jafnoft svolítil lík- fylgd ýmist á fuglglöðum sumardegi eða í hríðarágaungum um vetur, en nú — alt búið; „og loks er einsog ekkert hafi gerst,“ segir hið vitra skáld. Eftir er gras og enn gras. Og fuglar. Þess ber að óska að því fólki sem hefur flutst héðan vegni vel í þeim stöðum þar sem það er niður komið nú og vist samrýmist betur kröf- um nútímans en hér mátti verða. En á meðan til er fólk á víð og dreif um landið, borið og barnfætt á þessum slóðum, og sumt átt þar heima til skams tíma, finst mér ekki megi sitja sig úr færi að skrá eftir því þann fróðleik sem hægt er að ná saman um bygðina. Meðan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.