Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 14
172
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
gerði aftur á móti lénsherrann að gósseigenda og aðalinn að vöru-
framleiðenda. Þar sem Lútherstrúin komst á, varð furstaveldið þróun
málanna fjötur um fót.
Ólafur Engilbrektsson
Þegar trúarhreyfing Lúthers hófst í Þýzkalandi, virtist geysimerki-
legt tímabil vera að hefjast í sögu Norðurlanda. Þau voru öll sameinuð
um einn konung, atvinnuvegir standa þar með talsverðum blóma, bæir
efldust og borgarastéttinni óx fiskur um hrygg. En innan þessarar
sundurleitu ríkisheildar hörðnuðu átökin stöðugt milli gamla og nýja
tímans, milli aðals og kirkju annars vegar og borgara og bænda hins
vegar. Inn í þessa stjórnmálabaráttu fléttuðust átökin við Hansastað-
ina og þjóðernisandstæður, einkum milli Svia og Dana. Aðallinn,
kirkjan og nokkur hluti Hansasambandsins risu því gegti borgara-
konginum, Kristjáni II., og ráku hann frá ríkjum, er þau fundu, að
völdum sínum var hætta búin. Aðalsveldið færðist því í aukana í Dan-
mörku, þegar það var komið af fótum fram í þeim löndum, sem áttu
eftir að verða öndvegisríki álfunnar.
Þótt Norðurlöndin lytu einum og sama kóngi, voru þau þó talin
þrjú ríki: Danmörk, Svíþjóð og Noregur, en ísland var talið til norska
ríkisins. Norðmenn sameinuðust Danmörk um einn konung árið 1380,
en frá þeirri stundu hafði vegur þeirra stöðugt farið minnkandi.
Norskir sagnfræðingar segja sjálfir, að á fyrra hluta 16. aldar sé Nor-
egur eins og skipsflak á reki. Rikisráð Norðmanna var sú stofnun, sem
átti að fara með æðstu völd ríkisins í samráði við konung og auð-
vitað gæta hagsmuna landsmanna. I þeirri samkundu áttu sæti biskup-
ar norska ríkisins og lénsherrar, en erkibiskupinn var forseti þess.
Með því að setja danska menn á ýmis helztu lén Noregs og í kirkjuleg
einbætti svipti danska stjórnin Norðmenn möguleika til íhlutunar um
stjórn rikisins. Þjóðin var því oft forustulítil, þar eð Danir sátu í
æðstu embættum landsins og Þjóðverjar réðu lögum og lofum í verzl-
unarmálum þess. Áhrif endurreisnartímans höfðu þó snortið einstöku
Norðmenn, þar á meðal erkibiskup, sem vígður var til Niðaróss árið
1523. Þessi erkibiskup var hámenntaður maður, hafði stundað nám
við ýmsa háskóla álfunnar og var þjóðrækinn og einlægur fylgjandi