Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 18
176
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
anna, sökum þess að nýi tíminn leiddi á engan hátt til meira einstakl-
ingsfrelsis og lífshamingju fyrir Islendinga. Hann losaði ekki um nein
fersk, framsækin þjóðfélagsöfl, heldur var hann valdboðinn af erlend-
um konungi og jók áþján og arðrán hér á landi. Þegar á síðara hluta
16. aldar fundu Islendingar, að alls staðar kreppti að, og þeir litu með
söknuði til áranna fyrir siðskipti. Það voru ekki athafnaglaöir út-
gerðarmenn, gróðafíknir mangarar, erlendur kaupmannalýður, hand-
verksmenn og smábændur, sem fylktu hér liÖi gegn yfirgangi og auð-
drottnun kaþólsku kirkjunnar. Þess vegna hafa okkur gleymzt íhalds-
mennirnir Jón Arason og Ari, sonur hans. Aftur á móti munum við
vel baráttumennina og þjóÖhetjurnar Jón biskup og Ara lögmann.
Menntavinurinn Jón Arason
Það væri fljótfærnisleg ályktun að telja það næga skýringu á Jóni
Arasyni, að hann liafi verið íhaldsmaður. Hann er íhaldssamur sem
íslenzkur höfðingi en ekki sem biskup og menntamaður. Hann hefur
eflaust ekki verið mjög lærður á sinnar tíðar vísu, því að starfsgleði
hans og stórmennska hafa jafnan beint orku hans að veraldlegum við-
fangsefnum. Við höfum enga heimild til að ætla, að hann hafi langað
til að geta sér orðstír sem lærdómsmaður. Hann hafði lilotið í vöggu-
gjöf snilligáfu skáldsins, sem margir vísinda- og lærdómsmenn vildu
gefa þekkingu sína fyrir. Jón er svo heill maður og gáfaÖur, að van-
máttarkenndar gætir ekki hjá honum. Hann er jafnan með spaugs-
yrði á vörunum og hendir gaman að vankunnáttu sinni, en sér glöggt,
hvað til mestra framfara horfir í menningarmálum. Um miðja 15. öld
var farið að prenta bækur í Þýzkalandi, og barst sú þekking til Eng-
lands 1476, til Danmerkur 1481 og Svíþjóðar 1483. Til Noregs barst
prentlistin ekki fyrr en um miðja 17. öld. Nú er talið, að prentsmiðja
hafi verið sett niður á Hólum um 1530, og það er víst, að Jón Arason
á frumkvæðið að því að koma prentverkinu á laggirnar. Hann fékk
hingað sænskan prentara, Jón Matthíasson að nafni, hinn lærðasta
mann. Við vitum fátt um það, hvaða bækur Jón biskup hefur látið
gefa út, því að siöskiptamennirnir fóru um þær ómildum höndum. All-
öruggar heimildir eru þó fyrir því, að hann hefur látið prenta tvær
bækur: bænakver, Breviarium Holense (prentað 1534?) og þýðingu á