Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 20
178
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sér væri ætlað mikið hlutskipti, en hann sækist ekki eftir hættunum,
heyr ekki baráttuna baráttunnar vegna. Hann er rogginn af velgengni
sinni og manndómi barna sinna, góðlátlega kíminn, en ekki einsýnn og
bitur. „Víða trúi ég hann svamli hinn gamli. — Ýmsum þótti hann elli-
djarfur — og mikið megna. — Til fylgdar hafði hann fengið prestinn,
síra Björn, og svo bóndann Ara. Það eru engin börn,“ segir hann.
Hann hefur ánægju af brauki og bramli, er allsáttfús og enginn þver-
girðingur.
Trúarljóð Jóns biskups eru yfirleitt frásagnarkvæði um Maríu, guðs
móður, og Krist konung, sem fer með fríðu liði að herja á Satan og
ára hans, eyðir gjörvallt helvíti og frelsar þannig mannkynið. I Kross-
vísuin lýsir hann á þennan hátt skelfingunni, sem grípur um sig í
víti, þegar fregnin berst um það, að von sé á Kristi þangað:
í helvíti var harkið mest,
hurðum slegið á gátt,
herra Jesúm hræddist flest:
„Hann mun koma hér brátt,“
fjandur hrópa hátt.
„Hver mun dögling dýrðar sá,
er djöfla sigrar mátt?“
Síðasta erindið í Davíðs dikt er gott dæmi um hagmælsku Jóns Ara-
sonar:
Endann víst ég vildi
vinna og finna hinn bezta
á minni mála grein,
skýra og dýra ég skyldi
skærum færa hið mesta,
væri mín vizkan hrein.
Eyðist og sneyðist orða smiðjan kalda,
inni og minni má því ráða og valda,
lát oss, drottinn, lífsins trúna halda,
lofið sé þér um allar aldir alda.
Ljómur eru frægasta kvæði, sem Jóni biskupi er eignað, og geymdust
þær í minni manna í Færeyjum fram á 19. öld, en Færeyingar misskildu