Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 27
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN 185 hélt prestastefnu á Eyrarlandi. Klerkar hans lýstu þar yfir því, að þeir vildu hylla Kristján konung III. „fyrir Noregs krúnu og vorn réttan herra og konung“ og heita honum landshjálp og umboðsmönnum hans styrk, ef „þeir haldi oss og almúgann með rétt Noregs og Islands lög og gömul frí- heit og löglegar siðvenjur, sem vorum kirkjum, oss og almúganum ber að hafa af kóngdómsins valdi.“ Af prestastefnunni bjóst Jón til alþing- is til viðræðna við Hvidtfeldt. I för með honum var Ari lögmaður, fjöldi klerka, sýslumanna, lögréttumanna og annað fylgdarlið. Þegar þeir komu í Kalmanstungu, bárust þeim óvænt tíðindi. Þeir létu því staðar numið og rituðu nokkur bréf til alþingis og höfuðsmanns. I bréfinu til alþingis segjast Norðlendingar vilja hylla Kristján III. með sama for- mála og áður, en af framferði konungsmanna við Ogmund biskup sýndist þeim „og fleirum góðum mönnum, sem eigi sé haldið það herra kóngsins bréf, sem hans herradómur hefur oss nú á sama ári útsent, og svo vitum vér sannliga, að þau fríheit, prívílegíur og svarinn sáttmáli hefur oftlega af herra kóngsins umboðsmönnum hér í landið eigi hald- inn verið. Og fyrir þessar greinir vill almúginn í engan máta að vér ríðum til þings nú um sinn, en samþykkja munum vér beztu manna ráð og samþykktir, þær sem gerðar verða á alþingi og oss sýnast ekki móti Noregs og Islands lögum“. Biskup fyrirbýður öllum lærðum og leikum á Islandi að gera nokkrar samþykktir varðandi Hólastifti, og öllum kærum á hendur sér áfrýja þeir til konungs og ríkisráðs. Jón biskup ritaði Hvidtfeldt einnig bréf og sendi honum fé til þess að milda skap hans. Ari lögmaður gerði einnig grein fyrir sínu við- horfi til málanna og kveðst vilja hylla „Kristján Friðriksson fyrir rétt- an Noregs kóng og gjalda honum skatt og alla þegnskyldu, eftir því sem vor íslenzk lögbók inniheldur, sem mínir forfeður hafa sig undir svarið og oss var hingað send af Magnúsi kóngi með herra Jóni lögmanni. Svo og vil ég halda þann svarinn sáttmála, sem játað var skattinum Há- koni kóngi hinum kórónaða með öllum þeim greinum, sem þar inni standa, sérdeilis að vér náum friði og íslenzkum lögum“. Ari kvartar undan rógi konungsmanna í sinn garð og segir af sér sýslumanns- og lög- mannsembættinu, og lýsir yfir því, að beztu menn á alþingi megi kjósa þann lögmann þeir vilji, sé hann af engum vankynnum kenndur, og segist skyldu virða alla fógeta og umboðsmenn konungs, sem haldi frið og lög landsins. Skilyrðin, sem Ari setur fram, eru þau sömu og íslend-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.