Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 30
188 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Firn það þœtti nú“ Hér á landi liélzt sæmilegur friður á næstu árum. Menn guldu kon- ungi allmikinn aukaskatt, landshjálpina, sem fyrr er nefnd, og safnaði Jón Arason um 400 lóðum til þeirra hluta. Þetta var allmikið fé í þá daga, og mæddi gjaldið mjög á gripum kirkna og lausafé þeirra. Ef Jón hefur ætlað að kaupa sér frið með þessu móti, hefur honum brugð- izt sú von, því að sama dag, 13. marz 1545, og konungur kvittar Otta Stígsson um silfursendingu Jóns Arasonar, grípur hann til Reynistaðar- og Þingeyraklausturs, sem bæði voru í Hólabiskupsdæmi, og veitti þau gæðingum sínum, Pétri Einarssyni og Sveini Finnbogasyni, og ár- ið eftir veitti hann Ormi Sturlusyni Munkaþverárklaustur. Það má telja fullvíst, að Jón Arason hefur ekki sleppt klaustrunum við þessa dánumenn, þótt engar heimildir séu til um það efni. Þó ber að geta þess, að hann var síðar kærður fyrir að hafa eyðilagt veitingarbréf konungs. Allt virðist þó hafa farið skaplega með Jóni biskupi og kon- ungi um þessar mundir, því að konungur styrkir m. a. kröfu hans til Bjarnaneseigna árið 1545. Teitur Þorleifsson hafði átt þær og selt Ögmundi Pálssyni á sínum tíma. Þetta mál er allflókið, þar eð Jón hreyfði því lítt, meðan Ögmundur lifði, og síðar er honum gefin taka Bjarnaneseigna að sök. Jón biskup fór tvær herferðir til Hornafjarðar, eftir að honum barst úrskurður konungs í þessu máli, og hafði þar í frammi rán og yfirgang að hermanna sið. Ofsi hans virðist hafa vaxið mjög á þessum árum, eins og skýrast kemur fram í bréfslitri einu, sem Páll E. Ólason telur, að biskup hafi skrifað Isleifi Sigurðssyni á Grund, tengdasyni sínum. Þetta bréf er mjög leyndardómsfullt, engin nöfn eru nefnd á mönnum eða stöðum, eins og biskup búist við, að bréfið kunni að lenda í höndum óvina sinna. „Því bið ég þig kærlega, að þú komir á móts við okkur með svo marga menn, sem þú kannt að fá og sem til reidda. Vil ég og gjarna gefa hverjum, sem þér fylgir, fullt býti, eftir því sem annarra dandimanna gengur í millum af öllu því, sem vér kunnum að fá náð, sem er kú- gildi, hestar eður tygi eður annað lausagóss. Vil ég og gjarna forsvara yður, hver sem hér kann upp á að tala sérlega orð og verk. Þenktu við okkur að fara út yfir fjörðinn, ef guð lofar strax að helginni til móts við þá, og mætti vera við fengjum nokkra hnekking gert þeim, svo þeir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.