Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 33
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN
191
Uppreistin
Þegar hér er komið, verður konungur að snúa sér að nýju gegn ka-
þólskum mönnum á íslandi, þar eð allt var hér komið í sama farið
eins og það hafði verið um 1540. Konungur byrjar á bréfaskriftum
og boðar Jón biskup utan. Hann vandar um við hann fyrir ófrið og
brot á kirkjuskipaninni, og bannar öllum að hlýða honum að viðlagðri
útlegðarsök. Jón Arason hlýddi ekki þessari utanstefnu og sendi eng-
an af sinni hálfu, eins og hann. hafði gert áður, heldur fór hann öllu
sínu fram og hóf þannig uppreist gegn konungsvaldinu. Þegar Marteinn
var farinn af landi burt, hélt Jón með hundrað manna vopnuðu liði
suður í Skálholt og ætlaði að taka staðinn í sína umsjá, eins og honum
hafði verið falið á prestastefnunni í Skálholti. Ekki fóru biskupsmenn
friðsamlega frekar venju, því að þeim eru borin á brýn rán og nauðg-
anir. Jón Bjarnason safnaði liði að Skálholti, þegar hann hafði spurnir
af för biskups, og urðu Norðlendingar frá að hverfa, er þeir höfðu
setið um staðinn í 5 daga. Björn og Ari voru með föður sínum í þess-
ari för og jafnan síðan. Sagt er, að Ari hafi latt Jón biskup afskipta
af málefnum Sunnlendinga, en þótt skylt að fylgja honum, þegar hann
gat ekki talið honum hughvarf. Um haustið fór Jón vestur í Dali á
hendur Daða í Snóksdal, þar eð margar greinir höfðu gerzt með hon-
um og Hólafeðgum. Um Daða yrkir Oddur Halldórsson handi:
Um hjónaband hirðir hann ekki,
heldur gjörir því hrekki,
með peninga plógi röngum
plágar hann kotunginn löngum.
Ytar ánauð hljóta,
ei gjörist margt til bóta,
friðarins fáir njóta.
Þeir Hólamenn heimsóttu ýmis bú Daða, ræntu og skemmdu, en
„hræddu konu hans og fólk“, en fundu hann ekki. 1. október var sett-
ur dómur í máli þeirra í Hvammi í Hvammssveit. Þar bar Jón margar
þungar sakir á Daða, og var hann dæmdur og bannlýstur og eignir
hans upptækar konungi og kirkju. Þrátt fyrir þetta lét Daði engan bil-