Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 39
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN
197
Island utan hálfan annan kotungsson.“ Talið er, að þessir kotungssynir
hafi veriS Pétur Einarsson og DaSi GuSmundsson.
Margt hafSi fariS aflaga í Skálholtsbiskupsdæmi undanfarin ár, svo
aS Jón hafSi í mörg horn aS líta. Danir og ÞjóSverjar höfSu rænt ViS-
eyjarklaustur, og munldífi hafSi lagzt niSur á Helgafelli. Biskup hreins-
aSi bæSi þessi klaustur og endurreisti þar munklifnaS, þegar hann
kom aS Hólum eftir öll þessi stórræSi, er taliS, aS honum hafi orSiS
þetta erindi á munni:
Nú er hann kominn aS Hólum heim
hægur í sínu sinni
ég inni.
OrSinn er hann af elli mæddur
aldrei trúi ég hann verSi hræddur,
þó ljóSin linni.
Um sumariS rituSu þeir konungi bréf um atgerSir sínar og bera
sakir á helztu andstæSinga sína, einkum þó Laurenzíus Mule, en segj-
ast vilja „vera trúir og hollir þénarar náSugasta herra kóngs, Kristjáns
FriSrikssonar, og hans unga son, FriSrik, styrkja til náSugs herra, svo aS
vér mættum hafa náS og friS, og svo viljum vér halda kristilega trú og þaS
helga evangelion, svo sem þaS hefur alla vega í íslandi prédikaS veriS,
síSan aS sá náSugasti herra kóngurinn þar af skrifaSi og skipaSi.“
Þeir biSja konung einnig aS senda opiS bréf til landsins og heimila
öllu landsfólkinu aS kjósa biskup og sverja konungi trúan eiS. „Og
mættum meS og eftir Noregs lög, ríki og rétti haldnir verSa.“ Þeir lofa
konungi glaSningi í peningum, ef þetta næSi fram aS ganga.
Jón Arason hefur varla trúaS því sjálfur, aS slík bréf væru næg vörn
í máli sínu. Hann hefSi eflaust gripiS til einhverra róttækari ráSstaf-
ana, ef honum hefSi gefizt tóm til slíkra hluta. En nú gerSust brátt
þeir atburSir, sem fáa óraSi fyrir.
Ósigur
Jón Arason hafSi bannfært DaSa GuSmundsson, eins og áSur er
sagt, en hann skeytti því engu og gekk ekki til sætta viS biskup. Þegar
Jón tók Helgafellsklaustur um sumariS, stefndi hann DaSa undir dóm