Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 42
200
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fyrir sér? Ef slíkar spurningar liafa sótt að Jóni biskupi í fangelsinu í
Skálholti, hefur hann fljótt fundiö svar við þeim. Jón Arason er ein-
hver mesti lánsmaður íslenzkrar sögu. Barátta hans og glæsimennska
hefur löngum verið Islendingum hugstæð. I eymd sinni og niðurlæg-
ingu hafa þeir munað, að
Þessir feögar, þér hafið spurt
þeir stýrðu ísa láði
með herra dómi, heiðr og kurt
og helzta góðu ráði,
með hreinni hjartans dyggð,
svo yfirgang skyldi enginn mann
íslands veita byggð,
heldur mætti, hver sem kann
haldast vel í tryggð.
Við dauöa Jóns Arasonar biskups er brotið blað í þjóðarsögu. I
hönd fara alls kyns bágindi, sem biskup hefði ekki ráðið við, þótt
hann hefði lifað tvennar ævir sínar og aldrei fundið ofjarl sinn. En
Jón Arason dó á svo eftirminnilegan hátt, að hann er íslendingum
ógleymanlegur og stundum eini íslendingurinn, sem getið er í frægum
söguritum stórþjóða. Veröldin hafði ekki blekkt Jón Arason, eða hann
hafði ekki látið blekkjast af henni, sökum þess að málstaður hans
sigraði, þótt á annan veg yrði en hann ætlaði. Menn sáu hann hvorki
blindan og örvasa, handtekinn og vinum horfinn eins og Ogmund né
draga sig út úr baráttunni uppgefinn og vonsvikinn eins og Martein
Einarsson. Kaþólska trúin, sem Jón bar einkum fyrir brjósti, átti sér
ekki viðreisnar von hér á landi, en þjóðin sjálf átti eftir að rísa upp
og vinna sigur á konungsvaldinu. í þeim átökum var barátta Jóns Ara-
sonar og sona hans ómetanleg.
Enginn vildi dœma þá
Mannvígin í Skálholti 7. nóv. 1550 voru unnin í trássi við öll lög og
rétt. Þar voru hræddir menn að verki, sem reyndu að þvo af sér ódæð-
ið með réttarfarslegum skrípaleik. Kristján skrifari, Marteinn biskup