Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 46
Biskupskveðjur 1550
VETURLIÐI KVAÐ
FYRSTI FANGAMORGUNN í SNÓKSDAL
Aldar hjól
hratt í gær til jarðar mér,
— engin jól
oftar ó Hólum feðgar þrír. —
Biskupsstól
bið eg Kristur taki að sér.
Nótt mér ól
nístingsgrun og stjarnan skír.
Auðmjúkt geð
Arasonar stjarna hreif,1
hins er réð
Hólastól á Kolbeins öld.
Skriftað hef
þeim Heiðnabergið rakkur kleif,
völd mín gref,
vænti líkt sé beggja kvöld.
Betri stétt
steypa Danir, er sveik oss feig.
Lágra rétt
lærir fólk og stendur þétt.
Harmur sker:
að hruns vors björg sé þjóð svo deig!
Undur er,
ef enginn réttir múgans stétt.
Bjarnar nótt
breiðast mun um þetta land.
Lama þrótt
þungbær svik við málstað vorn.
Vetur þann
vopnar áþján, brigzl og grand
almúgann.
Sefur af hretin híðbjörn forn.
Þótt vér þrír
hcfum keypt oss fall og fár,
Drottinn dýr
stefnu gaf og hlutverk há.
Stjarna skír
beini leið um eilif ár.
Harðleg, hýr
hún skal vilja guðs míns tjá.
1) Stjarna ósigurdagsins að Sauðafelli 2. okt. 1550 var og heillastjarna Guðmund-
ar Arasonar Hólabiskups, sem fæddist þann mánaðardag, eins og Jón biskup
veit. Ævikvöld sitt lifði Guðmundur völdum sviptur í eins konar haldi Ásbirn-
inga. Jóni biskupi var enn eigi fyrirhugað líflát, heldur svipuð meðferð og
höfð var á Ogmundi biskupi Pálssyni.