Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 49
BISKUPSKVEÐJUR 1550
207
SÍÐASTA KVÖLDIÐ
Gálgafrestur gefst til ljóða.
Góða nótt skal jörðu bjóða,
kanna á morgun mikil lönd,
líkt og Hreiðar stóð í knarrar stafni,
stýrði skipbrots til í guðs síns nafni,
nam sér Skaga fjörð, og feðra safni
Mælifells hann hugðist ganga á hönd.1
Bræður, mínir synir, sjáið,
sizt er nú til einskis dáið:
Krossinn, gálgann, Kristur sparn,
hiti krossblóðs rauk sem laugar reykur,
rís við laug á jökli gróður veikur,
bræðir gadd sú fórn, sem eld þér eykur.
Þannig fær að deyja Drottins barn.
Hnyklast brún á breiðu enni,
bylgjast karlmanns ró í henni,
fætur og hendur nöglum nist,
— einörð Kristsmynd Hólakirkju hárrar, —
horfir á lýð, sem minnist ættar knárrar,
skerpir sýn hans fram til firrðar blárrar,
oss gaf líf, sem aldrei verður misst.
Fjallveg draums eg fór til Hóla,
flaug of snjóvga tindastóla,
unz eg sá til sjávarbands.
lökull svaf í firði okkar öllum.
1) Hreiðar Ófeigsson Yxna-Þórissonar hleypti knerri til brots á Borgarsand inn
frá Sauðárkróki, nam land í þá átt, sem guðinn benti upp stafni hans, og kaus
að deyja í Mælifell, þar sem hann taldi vera framhaldslíf, svipað og Þórsnes-
ingar hugðu vera í Ilelgafelli við Breiðaf jörð, þar sem þeir söfnuðust til feðra
sinna.