Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 51
BISKUPSKVEÐJUR 1550
209
hlýjan gerði veg frá sjávartúnum
handa jurtum fölum, ferðalúnum.
Skaparans mildi skin af þeirra brá.
Fjendur enn í breðum búa,
beizkir grjótkvörn aura snúa,
— sérhver sína ætlun á. —
Illúðlegir og aurgir af sínum verkum
engjast þeir í grimmra fjalla kverkum,
lýstir í bann af lausnara foldar sterkum.
Skaparans reiði þvingar djöfla þá.
Enn þótt lubbar eiskri, fnæsi,
öðlist þökk frá hervalds ræsi,
spúi auri, eignist gullsins kvörn,
skal ei hræðast harðúð vorrar aldar,
hurfu aldir verri. þúsundfaldar.
Steypast býsn, og framtíð fegin tjaldar
þar, sem bezt gafst Iðavelli vörn.
Eftir draum þann dey eg rórri,
drukkna flaums í iðu stórri.
Sögu dómar luktir lás.
Fjendur lands og trúar hnútbrim herða.
Háðung sprengdir drambs þess gúlpar verða.
Konungsþrælar kunna að iðrast gerða,
engjast þrengdir þyngstri jökulrás.
Feðga blóð þótt flýti ei vori,
frjósi gagnslaust, engir þori
misstan heimta ríkis rétt
hleypum fari hart til brots í sandi,
höfnum griðum, svo að merkin standi.
Elliða stýrir æðstur skýlir landi,
okkar fórn í lífsbók þess er sett.
Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1950
14