Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 54
212 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aftur og leikur furðulegar listir á balanum fyrir framan hann, hring- snýst nokkrum sinnum og reynir að glefsa í rófuna á sér, hoppar í loft upp, veltir sér um hrygg, bítur í tærnar á sér og skríður loks á kviðn- um eins og ormur. Hundurinn bóndans horfir á þessar aðfarir með önugu umburðarlyndi, klórar sér og geispar, því að hann er svo roskinn og lífsreyndur að hann lætur sér ekki til hugar koma að taka þátt í neinum hjákátlegum ærslum. Þegar hvolpurinn flýgur á hann að nýju og reynir með ýmsu móti að fá hann til að tuskast við sig, hristir hann hausinn urrandi og fitjar jafnvel upp á trýnið, svo að skín í tennurnar, en hefur þó ekki brjóst í sér til að taka í lurginn á þessum sígjamm- andi bjálfa. Það er mikill armæðusvipur á hundinum bóndans. Eg tylli mér á grasbrík framan við sumarbústaðinn og ræski mig heldur ómjúklega. Þeir sjá mig jafnsnemma, hvolpurinn þagnar og rekur upp stór augu, en Kolur gamli röltir til mín hýrlegur í bragði, því að hann þekkir mig frá fornu fari, við erum vinir. Hann er þó varla kominn að hliðinu á girðingunni þegar hvolpurinn tekur undir sig stökk og hleypur framhjá honum, sendist til mín eins og hnykill, flaðrar upp um mig, dillar rófunni, rekur í mig mórautt trýnið og sleikir á mér hendurnar. Kolur gamli kemst ekki að til að heilsa mér; hann er aftur orðinn stúrinn á svip og fjarskalega mæddur. Ég ávarpa hvolpinn, held yfir honum dálítinn ræðustúf. Skárri eru það nú lætin! segi ég. Það er auðséð að þú þarft ekki að vera að brjóta heilann um erfiða smásögu, grundvallaða á nýjustu kenningum vís- indamanna og annarra spekinga. Þú værir ekki svona gleiður kjáninn þinn, ef þú hefðir eitthvert hugboð um þær hörmungar sem tvær heims- styrjaldir hafa leitt yfir mannkynið. Reyndar ætlast ég ekki til þess að þú hagir þér eins og þú hefðir fyrir augunum á þér myndir frá Buchen- wald eða Híróshíma; slíkt væri bæði fávíslegt og ósanngjarnt, því að þú ert hundur, óþroskað hvolpgrey, og berð ekkert skynbragð á hinar flóknari athafnir mannanna, getur ekki einu sinni lesið stjórnmála- greinar í dagblöðum, hvað þá heldur bækur eftir merka bölsýnishöf- unda, að ég nú ekki tali urn vísindarit. En mér þætti ákaflega vænt um, ef þú vildir taka þér hann Kol gamla til fyrirmyndar og gerast ögn stilltari og prúðlátari, svo að ég geti samið þessa erfiðu smásögu mína í næði. Eg er ekki hingað kominn til að slæpast eins og piltarnir þarna úti á vatni, heldur til að glíma við vandamál nútímans. Líttu á hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.